Auglýsing fyrir bólusetningu vekur hörð viðbrögð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Skjáskot úr auglýsingunni, sem mörgum þykir nokkuð gróf. Stjórnvöld segja það hafa verið ætlunina að hafa auglýsinguna grófa. Twitter Áströlsk auglýsing sem ætlað var að hvetja fólk til þess að skrá sig í bólusetningu hefur vakið hörð viðbrögð í áströlsku samfélagi. Mörgum hefur þótt auglýsingin vera sett fram sem hræðsluáróður og þá hefur tímasetning hennar verið gagnrýnd, með tilliti til framgangs bólusetningarátaksins í landinu, sem gengur hægt. Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43