Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 10:23 Slökkviliðsmenn að störfum í Washington. AP/Pete Caster Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur. Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021 Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á einungis þremur eldum, af 67, samkvæmt opinberum upplýsingum vestanhafs. Nýir og stórir eldar eru sagðir hafa kviknað í Arizona, Idaho, Kaliforníu, Montana og Oregon. Stærsti eldurinn logar í þjóðgarði í Oregon. AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni slökkviliðsmanna þar að þeir þurfi að hafa varann á vegna aðstæðna. Eldurinn hreyfist og færi sig hraðar en þeir hafi séð áður. „Við höfum ekki séð eld hreyfa sig svona, við þessar aðstæður, svo snemma á árinu. Búist við því að eldurinn geri hluti sem þið hafið ekki séð áður,“ sagðir Al Lawson, yfirmaður aðgerða, við slökkviliðsmenn í þjóðgarðinum Fremont-Winema. Miklir þurrkar Veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert vesturhluta Bandaríkjanna hlýrri og þurrari. Vísindamenn segja að öfgar í veðri verði algengari með meiri hlýnun jarðar. Eldarnir hafa brennt fjölmörg heimili víða og ógna fjölmörgum byggðum. Eldarnir í Oregon og Washington ógna sömuleiðis landi ættbálka af frumbyggjaættum sem hafa þegar átt í vandræðum vegna vatnsskorts og erfiðleika við veiðar vegna mikillar þurrkatíðar undanfarin ár. AP segir heimili margra hafa brunnið í báðum ríkjunum en gróðureldar ollu einnig miklum skemmdum á landi þeirra í fyrra. Kort yfir hvar eldarnir loga í Bandaríkjunum má sjá hér á vef New York Times. Eldar loga einnig í Kanada. Í frétt CBC sem fjallar um rýmingu í Ontario og víðar segir að í gærkvöldi hafi minnst 79 gróðureldar logað í ríkinu. Smoke from Ontario, Canada, has blown south into the United States. https://t.co/KU1doCl8Ir— NASA Earth (@NASAEarth) July 13, 2021
Bandaríkin Umhverfismál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira