„Hatrið mun aldrei sigra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Jadon Sancho eftir að honum brást bogalistin á vítapunktinum í vítakeppninni í úrslitaleik EM. getty/Eddie Keogh Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00
Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03
Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31
Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00