Hárrétt að efnum sé sprautað í líkama fólks en þau séu öll þekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 19:13 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræðum segir mikilvægt að upplýst umræða um bóluefnin og kórónuveiruna haldi áfram. Hann segir það misskilning að óþekkt efni eða efnasambönd séu í bóluefnum gegn Covid-19, þær upplýsingar séu allar uppi á borðum. „Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“ Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Það sem er mikilvægt í þessu eins og í allri þessari umræðu varðandi bólusetningar er að það sem er svo dásamlegt við lýðræðið er að við verðum að eiga samtal og við verðum að hlusta á alla sem hafa áhyggjur og vilja eiga samtal. En við verðum að eiga það samtal á upplýstum grundvelli og það er kannski það sem ég hef reynt að gera,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Einhverjir hafa velt upp spurningum um sóttvarnir og innihald bóluefnanna og telja þó óörugg. Björn Rúnar segir að hann, og aðrir sem helgað hafa líf sitt þessum fræðum séu stöðugt á varðbergi gagnvart því að svona meðferðarúrræði séu örugg. „Við sem erum í þessu og höfum helgað lífi okkar þessum fræðum erum stöðugt á varðbergi gagnvart því að þau úrræði sem er verið að þróa að þau valdi fyrst og fremst betri heilsu og lífslíkum hjá viðkomandi heldur en að valda skaða. Við erum þá fyrst til að tilkynna og aðvara ef svo er,“ segir Björn Rúnar. „Við vitum upp á hár hvaða efni þetta eru“ Hann ítrekar þó að mikilvægt sé að halda umræðunni áfram. „En umræðan er mikilvæg og það er auðvitað skylda okkar sem erum í þessu að hlusta á þessar raddir og bregðast við því og skoða þetta.“ Hann segir þó hárrétt hjá þessu fólki að verið sé að sprauta efnum í líkama fólks. „Það er alveg hárrétt hjá þessu ágæta fólki að það er verið að sprauta þarna efnum í líkama fólks en hins vegar vitum við upp á hár hvaða efni þetta eru og þetta eru efni sem hafa verið notuð í öðrum lyfjum áður,“ segir Björn Rúnar. Bóluefnin séu skoðuð ítarlega í litlum hópi áður en þýðið er stækkað hægt og rólega þegar öruggt er orðið að efnin valdi ekki skaða. „Þannig við vitum alveg upp á hár hvaða efni eru í bóluefnunum og það er ítarlega rannsakað og tekið út af algerlega óvilbærum aðilum sem hafa engra hagsmuna að gæta annarra en að gæta hagsmuna almennings þannig að við vitum það alveg,“ segir Björn Rúnar. Hann hafi sjálfur kynnt sér innihald bóluefnanna mjög vel. „Vegna þess að margir af mínum skjólstæðingum hafa ofnæmi eða óþol fyrir ýmiskonar efnum og efnasamböndum þannig að ég verð að vita þetta upp á hár hvað er í þessu til að geta leiðbeint þeim af einhverju viti,“ segir Björn Rúnar. „Það eru þarna margvísleg efni og efnasambönd sem eru örugg í því magni sem verið er að nota þau þannig að ég held að við getum verið róleg en hins vegar er mikilvægt að halda áfram upplýstri umræðu.“
Bólusetningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira