Simone Biles kom sterk til baka og komst á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 09:43 Simone Biles var mjög fegin eftir að hún kláraði æfingarnar sínar. AP/Natacha Pisarenko Bandaríska fimleikakonan Simone Biles brosti sínu breiðasta eftir æfingu sína og síðan enn meira eftir að hún hafði tryggt sér bronsverðlaun í úrslitum á jafnvægisslá í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira