Danskur prestur í fimmtán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2021 10:25 Thomas Gotthard var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir morðið á eiginkonu sinni Mariu From Jakobsen. Lögreglan á Norður-Sjálandi Sóknarprestur í Danmörku hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Presturinn, Thomas Gotthard, játaði í dómsal í Hillerød í gær að hafa skipulagt morðið og losað sig við líkið að verkinu loknu. Danska ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðunni þar sem fram kemur að morð hins 45 ára Gotthard á eiginkonunni, Mariu From Jakobsen sem var 43 ára, hafi verið þaulskipulagt. Hann viðurkenndi morðið en einnig að hafa bútað niður líkið og láta líta þannig út fyrir að eiginkonan hefði látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja. Þinghald í málinu var lokað allt þar til í gær þegar Gotthard játaði verknaðinn og las upp yfirlýsingu þess efnis. Í framhaldinu var þinghaldið opnað almenningi og var niðurstaðan fimmtán ára fangelsi. Gotthard þarf að greiða allan málskostnað og sviptur öllum greiðslum vegna líftryggingar og lífeyris eiginkonunnar. Ástæða er til að vara lesendur við lýsingum á verknaðinum hér að neðan. Handtekinn þremur vikum síðar Það var í október í fyrra sem Maria From Jakobsen hvarf. Lögreglan á Norður-Sjálandi lýsti eftir henni en handtók Gotthard svo þremur vikum síðar grunaðan um morð. Hann hefur síðan verið í gæsluvarðhaldi. Gotthard þrætti í sjö mánuði fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Það var svo í júní sem lögreglan staðfesti að líkamsleifar Mariu hefðu fundist fyrir tilstillan Gotthard. Á þeim tíma hafði hann jafnframt játað að hafa myrt hana. Anne-Mette Seerup, saksóknari í málinu, hafði eftir Gotthard í opnu þinghaldi í gær að hann hefði játað svo að hans nánustu og fjölskylda Mariu gætu haldið áfram með líf sitt. Hann hafi viljað gefa fjölskyldunni frið. Keypti 208 lítra tunnu Í máli Seerup saksóknara kom fram að skipulagning morðsins hefði minnt á áhugamál. Hann hefði búið til lista yfir hluti til að gera. Í ákærunni kom fram að þann 19. október hefði hann farið í danska stórmarkaðinn Føtex hvar hann las innihaldslýsingar á ýmsum efnum til að komast að því hvert þeirra væri mest ætandi. Hann var innblásinn af sjónvarpsþáttaseríunni Breaking Bad þar sem hann mundi eftir því að lík hafði verið leyst upp í sýru. Hann keypti 208 lítra tunnu þar sem hann ætlaði að geyma líkið og ætandi sýru í byggingavöruversluninni Jem & Fix. Þá bjó hann þannig um hnútana að hvarf Mariu hefði verið að hennar eigin frumkvæði. Skyldi hann bíl hennar meðal annars eftir á ákveðnum stað og notaði gamalt bréf frá henni til hans sem kveðjubréf. Sendi konunni skilaboð til að blekkja Það var 26. október sem hann sló konu sína í höfuðið með steini í garðinum þeirra, hélt fyrir vit hennar í fleiri mínútur þar til hún kafnaði. Geymdi hann svo líkið í tunnunni í læstum skúr. Ók hann líkinu á yfirgefinn bóndabæ þar sem hann helti fleiri lítrum af sýru yfir það. Það gekk ekki eins og hann hafði reiknað með og endaði hann á að grafa líkið í jörð við yfirgefinn veiðiskúr. Hann reyndist ekki fullkomlega sannfærður um að það gengi upp. Gróf hann því líkið aftur upp, bútaði það niður og brenndi. Hryllingurinn tók marga daga en á meðan taldi fjölskyldan að Maria hefði bara horfið. Í dómssalnum kom fram að Gotthard reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að senda henni endurtekið textaskilaboð og slökkti á síma sínum þegar hann var á ferðinni. Hélt fram hjá Fram kom við þinghaldið í gær að Gotthard hefði átt í ástarsambandi við aðra konu í mörg ár. Konu sem presturinn kynntist í gegnum vinnu sína. Hann sagðist hafa átt í innri baráttu varðandi hvort hann ætti að myrða konu sína. Hann hefði hins vegar þurft innri frið. Saksóknarinn Seerup gaf lítið fyrir þessar skýringar. „Þetta er ekki sorgleg ástarsaga manns sem skildi við konu sína af því hann gat ekki fengið ást lífs síns,“ sagði Seerup. „Þetta er saga manns sem myrti Mariu From Jakobsen með köldu blóði. Manns sem breyttist úr eiginmanni í morðingja.“ Þá bætti saksóknari við að engin ástæða væri til mildunar dómsins jafnvel þótt Gotthard hefði að lokum leitt lögreglu á slóð líkamsleifanna. Niðurstaða væri komin í málið vegna ítarlegrar rannsóknar lögreglu. Morðið hefði verið þaulskipulagt og verulega óhuggulegt. Engum öðrum um að kenna Gotthard átti lokaorðin í dómsalnum í Hillerød í gær. „Ég drap Mariu,“ sagði Gotthard og las upp af blaði. „Einn míns liðs ákvað ég að binda endi á framtíð hennar og drauma. Á sama tíma svipti ég börn okkar skilyrðislausrar ástar móður sinnar.“ Enginn ætti að vorkenna honum og hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Að lokinni dómsuppsögu sagðist hann ætla að hugsa sig um varðandi hvort dómnum verði áfrýjað. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Danska ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðunni þar sem fram kemur að morð hins 45 ára Gotthard á eiginkonunni, Mariu From Jakobsen sem var 43 ára, hafi verið þaulskipulagt. Hann viðurkenndi morðið en einnig að hafa bútað niður líkið og láta líta þannig út fyrir að eiginkonan hefði látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja. Þinghald í málinu var lokað allt þar til í gær þegar Gotthard játaði verknaðinn og las upp yfirlýsingu þess efnis. Í framhaldinu var þinghaldið opnað almenningi og var niðurstaðan fimmtán ára fangelsi. Gotthard þarf að greiða allan málskostnað og sviptur öllum greiðslum vegna líftryggingar og lífeyris eiginkonunnar. Ástæða er til að vara lesendur við lýsingum á verknaðinum hér að neðan. Handtekinn þremur vikum síðar Það var í október í fyrra sem Maria From Jakobsen hvarf. Lögreglan á Norður-Sjálandi lýsti eftir henni en handtók Gotthard svo þremur vikum síðar grunaðan um morð. Hann hefur síðan verið í gæsluvarðhaldi. Gotthard þrætti í sjö mánuði fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Það var svo í júní sem lögreglan staðfesti að líkamsleifar Mariu hefðu fundist fyrir tilstillan Gotthard. Á þeim tíma hafði hann jafnframt játað að hafa myrt hana. Anne-Mette Seerup, saksóknari í málinu, hafði eftir Gotthard í opnu þinghaldi í gær að hann hefði játað svo að hans nánustu og fjölskylda Mariu gætu haldið áfram með líf sitt. Hann hafi viljað gefa fjölskyldunni frið. Keypti 208 lítra tunnu Í máli Seerup saksóknara kom fram að skipulagning morðsins hefði minnt á áhugamál. Hann hefði búið til lista yfir hluti til að gera. Í ákærunni kom fram að þann 19. október hefði hann farið í danska stórmarkaðinn Føtex hvar hann las innihaldslýsingar á ýmsum efnum til að komast að því hvert þeirra væri mest ætandi. Hann var innblásinn af sjónvarpsþáttaseríunni Breaking Bad þar sem hann mundi eftir því að lík hafði verið leyst upp í sýru. Hann keypti 208 lítra tunnu þar sem hann ætlaði að geyma líkið og ætandi sýru í byggingavöruversluninni Jem & Fix. Þá bjó hann þannig um hnútana að hvarf Mariu hefði verið að hennar eigin frumkvæði. Skyldi hann bíl hennar meðal annars eftir á ákveðnum stað og notaði gamalt bréf frá henni til hans sem kveðjubréf. Sendi konunni skilaboð til að blekkja Það var 26. október sem hann sló konu sína í höfuðið með steini í garðinum þeirra, hélt fyrir vit hennar í fleiri mínútur þar til hún kafnaði. Geymdi hann svo líkið í tunnunni í læstum skúr. Ók hann líkinu á yfirgefinn bóndabæ þar sem hann helti fleiri lítrum af sýru yfir það. Það gekk ekki eins og hann hafði reiknað með og endaði hann á að grafa líkið í jörð við yfirgefinn veiðiskúr. Hann reyndist ekki fullkomlega sannfærður um að það gengi upp. Gróf hann því líkið aftur upp, bútaði það niður og brenndi. Hryllingurinn tók marga daga en á meðan taldi fjölskyldan að Maria hefði bara horfið. Í dómssalnum kom fram að Gotthard reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að senda henni endurtekið textaskilaboð og slökkti á síma sínum þegar hann var á ferðinni. Hélt fram hjá Fram kom við þinghaldið í gær að Gotthard hefði átt í ástarsambandi við aðra konu í mörg ár. Konu sem presturinn kynntist í gegnum vinnu sína. Hann sagðist hafa átt í innri baráttu varðandi hvort hann ætti að myrða konu sína. Hann hefði hins vegar þurft innri frið. Saksóknarinn Seerup gaf lítið fyrir þessar skýringar. „Þetta er ekki sorgleg ástarsaga manns sem skildi við konu sína af því hann gat ekki fengið ást lífs síns,“ sagði Seerup. „Þetta er saga manns sem myrti Mariu From Jakobsen með köldu blóði. Manns sem breyttist úr eiginmanni í morðingja.“ Þá bætti saksóknari við að engin ástæða væri til mildunar dómsins jafnvel þótt Gotthard hefði að lokum leitt lögreglu á slóð líkamsleifanna. Niðurstaða væri komin í málið vegna ítarlegrar rannsóknar lögreglu. Morðið hefði verið þaulskipulagt og verulega óhuggulegt. Engum öðrum um að kenna Gotthard átti lokaorðin í dómsalnum í Hillerød í gær. „Ég drap Mariu,“ sagði Gotthard og las upp af blaði. „Einn míns liðs ákvað ég að binda endi á framtíð hennar og drauma. Á sama tíma svipti ég börn okkar skilyrðislausrar ástar móður sinnar.“ Enginn ætti að vorkenna honum og hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Að lokinni dómsuppsögu sagðist hann ætla að hugsa sig um varðandi hvort dómnum verði áfrýjað.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira