Skima, skima, skima! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson skrifa 6. ágúst 2021 15:00 Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar