Snorri Björns: Mesti ávinningurinn í því að hlaupa nógu hægt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2021 12:30 Hlaupagarpurinn og hlaðvarpskóngurinn Snorri Björns talaði um hlaup og gaf góð ráð í morgunþættinum Brennslunni á FM957. „Nýja leiðin er bara að hlaupa nógu hægt þannig að þú sért bara í rólegheitunum. Þannig að þú sért ekkert að erfiða, þar er mesti ávinningurinn,“ segir þáttarstjórnandinn og hlaupagarpurinn Snorri Björnsson við viðtali í Brennslunni. Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira