Fátækleg hugmyndafræði Halldóra Mogensen skrifar 15. ágúst 2021 17:31 Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar