Hjól og hundar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Samgöngur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar