Tekjur Íslendinga: Hafþór Júlíus mokaði inn milljónum Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2021 10:44 Hafþór Júlíus Björnsson með fjölskyldu sinni sem ætti ekki að þurfa að líða skort miðað við tekjur hans á síðasta ári. Instagram/@thorbjornsson Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson þénaði hátt í tíu milljónir króna á mánuði á síðasta ári og var langtekjuhæstur í hópi íþróttamanna og þjálfara á Íslandi, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hafþór Júlíus, sem auk aflrauna hefur meðal annars aflað sér tekna fyrir leik í auglýsingum og sjónvarpsþáttum, var með 9.769.000 króna í tekjur á mánuði. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum og til að mynda með yfir 3,5 milljónir fylgjenda á Instagram. Næst á lista tekjublaðsins yfir tekjuhæsta fólkið úr íslenskum íþróttaheimi er Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, með tæplega 1,6 milljónir króna á mánuði. Tekjuhæstu Íslendingana í íþróttaheiminum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar, má sjá hér að neðan. Ljóst er að tekjurnar eru ekki í öllum tilvikum alfarið vegna starfa þeirra í íþróttaheiminum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2020: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 9.769 þúsund Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.592 þúsund Anníe Mist Þórisdóttir, Crossfit, 1.282 þúsund Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.261 þúsund Gísli Örn Reynisson Schramm, vaxtarækt, 1.242 þúsund Jóhann Másson, formaður JSÍ, 1.219 þúsund Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, 1.198 þúsund Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH og sparkspekingur, 1.163 þúsund Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, 1.130 þúsund Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari KR í körfubolta, 1.108 þúsund Annie Mist Þórisdóttir, nýbakaður bronsverðlaunahafi á heimsleikunum í Crossfit, er einnig í þriðja sæti á tekjulistanum með tæplega 1,3 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir var með 552 þúsund krónur og Björgvin Karl Guðmundsson, sem varð í 4. sæti á heimsleikunum í Crossfit í ár, var með 439 þúsund krónur. Í fótboltaheiminum er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, efst á tekjulistanum með 1.261 þúsund krónur á mánuði. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er ekki á listanum en fram kemur í tekjublaði DV að hann hafi verið með 1.360 þúsund króna á mánuði. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var með tæplega 1,2 milljón króna á mánuði og verkfræðingurinn Baldur Sigurðsson, sem leikur með Fjölni, var með 1.066 þúsund krónur í tekjur. Körfuboltaþjálfarinn Darri Freyr Atlason, sem fyrri hluta síðasta árs þjálfaði kvennalið Vals en tók svo við karlaliði KR, var með 1,1 milljón króna á mánuði í fyrra. Hann hætti þjálfun í vor til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni. Í handboltanum er Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, með 1.130 þúsund krónur á mánuði. Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH og starfsmaður Vodafone, er efstur handboltaþjálfara á listanum með 1.043 þúsund króna í tekjur. Aflraunir Fótbolti CrossFit Tekjur Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Hafþór Júlíus, sem auk aflrauna hefur meðal annars aflað sér tekna fyrir leik í auglýsingum og sjónvarpsþáttum, var með 9.769.000 króna í tekjur á mánuði. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum og til að mynda með yfir 3,5 milljónir fylgjenda á Instagram. Næst á lista tekjublaðsins yfir tekjuhæsta fólkið úr íslenskum íþróttaheimi er Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, með tæplega 1,6 milljónir króna á mánuði. Tekjuhæstu Íslendingana í íþróttaheiminum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar, má sjá hér að neðan. Ljóst er að tekjurnar eru ekki í öllum tilvikum alfarið vegna starfa þeirra í íþróttaheiminum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2020: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 9.769 þúsund Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.592 þúsund Anníe Mist Þórisdóttir, Crossfit, 1.282 þúsund Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.261 þúsund Gísli Örn Reynisson Schramm, vaxtarækt, 1.242 þúsund Jóhann Másson, formaður JSÍ, 1.219 þúsund Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, 1.198 þúsund Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH og sparkspekingur, 1.163 þúsund Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, 1.130 þúsund Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari KR í körfubolta, 1.108 þúsund Annie Mist Þórisdóttir, nýbakaður bronsverðlaunahafi á heimsleikunum í Crossfit, er einnig í þriðja sæti á tekjulistanum með tæplega 1,3 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir var með 552 þúsund krónur og Björgvin Karl Guðmundsson, sem varð í 4. sæti á heimsleikunum í Crossfit í ár, var með 439 þúsund krónur. Í fótboltaheiminum er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, efst á tekjulistanum með 1.261 þúsund krónur á mánuði. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er ekki á listanum en fram kemur í tekjublaði DV að hann hafi verið með 1.360 þúsund króna á mánuði. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var með tæplega 1,2 milljón króna á mánuði og verkfræðingurinn Baldur Sigurðsson, sem leikur með Fjölni, var með 1.066 þúsund krónur í tekjur. Körfuboltaþjálfarinn Darri Freyr Atlason, sem fyrri hluta síðasta árs þjálfaði kvennalið Vals en tók svo við karlaliði KR, var með 1,1 milljón króna á mánuði í fyrra. Hann hætti þjálfun í vor til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni. Í handboltanum er Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, með 1.130 þúsund krónur á mánuði. Sigursteinn Arndal, þjálfari karlaliðs FH og starfsmaður Vodafone, er efstur handboltaþjálfara á listanum með 1.043 þúsund króna í tekjur.
Tekjuhæsta íþróttafólkið 2020: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 9.769 þúsund Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.592 þúsund Anníe Mist Þórisdóttir, Crossfit, 1.282 þúsund Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.261 þúsund Gísli Örn Reynisson Schramm, vaxtarækt, 1.242 þúsund Jóhann Másson, formaður JSÍ, 1.219 þúsund Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, 1.198 þúsund Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH og sparkspekingur, 1.163 þúsund Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, 1.130 þúsund Darri Freyr Atlason, fyrrverandi þjálfari KR í körfubolta, 1.108 þúsund
Aflraunir Fótbolti CrossFit Tekjur Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira