Íslenskt samfélag Einar Helgason skrifar 24. ágúst 2021 14:32 Þau voru bæði orðin sjötíu og tveggja ára og höfðu hætt að vinna fyrir tveimur til þremur árum. Og á þessum föstudagsmorgni sátu þau við eldhúsborðið og drukku morgunkaffið eins og þau gerðu reyndar á hverjum morgni. Konan var með eitthvert blað sem hún var að glugga í en maðurinn sem sat gengt henni við borðið rýndi áhyggjufullur á tölvuskjá sem hann var með fyrir framan sig á borðinu. Frá útvarpstæki sem þarna var í eldhúsinu hjalaði rödd sem sagði að nú væri komið að fréttum vikunnar og kynnti til einhverja tvo unga menn til að ræða þær. Þessir ungu menn drógu engan dul á það að þeir væri sanntrúaðir Sjálfstæðismenn þótt forfeður þeirra hefðu verið Kratar úr Keflavík. Skyndilega leit maðurinn áhyggjufullur á konu sína ofan við tölvuskjáinn og sagði hugsandi. „Bölvað vesen er þetta. Við þurfum svo sárlega að kaupa nýjan rafgeymir í bílinn en við höfum bara andskotans ekki efni á því fyrr en um mánaðar mótin þegar ellilaunin koma inn.“ Konan leit sem snöggvast upp úr blaðinu og horfði hugsandi á mann sinn en sagði svo. „Nei, ég get að minnsta kosti ekkert gert þeim málum. Ég held að ég eigi ekki nema um fimm þúsund eftir inn á reikningnum og enn er um tíu dagar eftir til mánaðarmóta.“ Um stund horfðu þau þegjandi á hvort annað og í bakgrunni heyrðist glaðlegt hjalið í ungu Sjálfstæðismönnunum sem voru mættir til þess að tala um fréttir vikunnar. Um stund sökktu þau sér aftur í að rýna í tölvuskjáinn og blaðið en þó tautaði maðurinn um leið svona eins og við sjálfan sig. „Fjárinn að ég skildi þurfa að kaupa þetta stykki þarna í þvottavélina fyrr í mánuðinum það gerði mig alveg staurblankan.“ Um stund heyrðist ekkert í eldhúsinu nema auðvita hjalið í ungmennunum í útvarpstækinu þar sem mikið var hlegið. Skyndilega sagði konan án þess að líta af blaðinu og það var mikil undrun í rödd hennar. „Heyrðu, ég er að lesa hérna að einhver náungi í íslensku þjóðfélagi hafi þrjátíu og sex milljónir í tekjur á mánuði.“ Maður hennar leit upp frá tölvuskjánum og í svip hans mátti bæði lesa furðu og vantrú. Ja, hver andskotin hugsaði hann með sér. Í fyrstu datt honum í hug að þessi maður væri í engum vandræðum að kaupa sér rafgeymir ef hann þyrfti. En svo fljótlega varð honum ljóst hversu fáránleg þessi hugsun var. Maður með svona miklar tekjur í hverjum mánuði gæti auðveldlega keypt sér nýjan svona slyddujeppa eins og þau áttu í hverri viku án þess að finna fyrir því. Um stund heyrðist bara hjalið í ungu Sjálfstæðismönnunum þar sem annar þeirra var að tala um hvern fjandann væri verið að birta tekjur tekjuhárra Íslendinga til þess eins að vekja upp öfundargenið hjá fólki. Hann sjálfur væri bara ánægður með ef fólk hefði góðar tekjur á meðan hann sjálfur hefði nóg að bíta og brenna. Eftir einhverja stund leit konan upp frá blaðinu og horfði á mann sinn um leið og hún sagði. „Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að leysa út lyfin mín sem eru tilbúin í apótekinu. Ég þarf svo sárlega á þeim að halda ekki seinna en strax en svo er annað. Ég veit ekki hvort ég kemst út úr húsi vegna þess að sólinn á gömlu skónum mínum er farin að flagga laus.“ Maður hennar horfði á hana án þess að segja nokkuð en svipur hans lýsti einskonar uppgjöf. Í útvarpinu voru glaðlyndu Sjálfstæðismennirnir að lýsa því hvað þeir ætluðu að gera um helgina og þar var efst á lista að fara í golf eða liggja bara í leti. „Heyrðu.“ Sagði konan eftir einhverja stund. „Þessi náungi þarna sem stjórnar í Blá Lóninu er með eitthvað í kring um átján milljónir í mánaðartekjur.“ Maður hennar leit upp frá tölvuskjánum og neðri hakan hafði sigið töluvert af undrun. Hann sagði ekkert en í gegn um huga hans fluga einhverjar fáránlega hugsanir. Getur það verið að einhver í þessu þjóðfélagi geti verið svo merkilegur að hann hafi margföld árslaun þeirra hjóna til samans á einum mánuði. Hann lét sig síga aftur í stólbakið og var eins og sprungin blaðra að sjá. Þetta var ekki eins og hann hafði hugsað sér þegar hann hætti að vinna. Hann hafði aldrei tekið inn í myndina að því fylgdi þessar fjárhagsáhyggjur. Getur það verið að hægt sé að kalla þetta gott þjóðfélag sem kemur svona fram við fólk sem er búið að vinna frekar erfiða vinnu frá unglingsárum. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, en ég efast um það. Höfundur er fyrrverandi sendibílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þau voru bæði orðin sjötíu og tveggja ára og höfðu hætt að vinna fyrir tveimur til þremur árum. Og á þessum föstudagsmorgni sátu þau við eldhúsborðið og drukku morgunkaffið eins og þau gerðu reyndar á hverjum morgni. Konan var með eitthvert blað sem hún var að glugga í en maðurinn sem sat gengt henni við borðið rýndi áhyggjufullur á tölvuskjá sem hann var með fyrir framan sig á borðinu. Frá útvarpstæki sem þarna var í eldhúsinu hjalaði rödd sem sagði að nú væri komið að fréttum vikunnar og kynnti til einhverja tvo unga menn til að ræða þær. Þessir ungu menn drógu engan dul á það að þeir væri sanntrúaðir Sjálfstæðismenn þótt forfeður þeirra hefðu verið Kratar úr Keflavík. Skyndilega leit maðurinn áhyggjufullur á konu sína ofan við tölvuskjáinn og sagði hugsandi. „Bölvað vesen er þetta. Við þurfum svo sárlega að kaupa nýjan rafgeymir í bílinn en við höfum bara andskotans ekki efni á því fyrr en um mánaðar mótin þegar ellilaunin koma inn.“ Konan leit sem snöggvast upp úr blaðinu og horfði hugsandi á mann sinn en sagði svo. „Nei, ég get að minnsta kosti ekkert gert þeim málum. Ég held að ég eigi ekki nema um fimm þúsund eftir inn á reikningnum og enn er um tíu dagar eftir til mánaðarmóta.“ Um stund horfðu þau þegjandi á hvort annað og í bakgrunni heyrðist glaðlegt hjalið í ungu Sjálfstæðismönnunum sem voru mættir til þess að tala um fréttir vikunnar. Um stund sökktu þau sér aftur í að rýna í tölvuskjáinn og blaðið en þó tautaði maðurinn um leið svona eins og við sjálfan sig. „Fjárinn að ég skildi þurfa að kaupa þetta stykki þarna í þvottavélina fyrr í mánuðinum það gerði mig alveg staurblankan.“ Um stund heyrðist ekkert í eldhúsinu nema auðvita hjalið í ungmennunum í útvarpstækinu þar sem mikið var hlegið. Skyndilega sagði konan án þess að líta af blaðinu og það var mikil undrun í rödd hennar. „Heyrðu, ég er að lesa hérna að einhver náungi í íslensku þjóðfélagi hafi þrjátíu og sex milljónir í tekjur á mánuði.“ Maður hennar leit upp frá tölvuskjánum og í svip hans mátti bæði lesa furðu og vantrú. Ja, hver andskotin hugsaði hann með sér. Í fyrstu datt honum í hug að þessi maður væri í engum vandræðum að kaupa sér rafgeymir ef hann þyrfti. En svo fljótlega varð honum ljóst hversu fáránleg þessi hugsun var. Maður með svona miklar tekjur í hverjum mánuði gæti auðveldlega keypt sér nýjan svona slyddujeppa eins og þau áttu í hverri viku án þess að finna fyrir því. Um stund heyrðist bara hjalið í ungu Sjálfstæðismönnunum þar sem annar þeirra var að tala um hvern fjandann væri verið að birta tekjur tekjuhárra Íslendinga til þess eins að vekja upp öfundargenið hjá fólki. Hann sjálfur væri bara ánægður með ef fólk hefði góðar tekjur á meðan hann sjálfur hefði nóg að bíta og brenna. Eftir einhverja stund leit konan upp frá blaðinu og horfði á mann sinn um leið og hún sagði. „Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að leysa út lyfin mín sem eru tilbúin í apótekinu. Ég þarf svo sárlega á þeim að halda ekki seinna en strax en svo er annað. Ég veit ekki hvort ég kemst út úr húsi vegna þess að sólinn á gömlu skónum mínum er farin að flagga laus.“ Maður hennar horfði á hana án þess að segja nokkuð en svipur hans lýsti einskonar uppgjöf. Í útvarpinu voru glaðlyndu Sjálfstæðismennirnir að lýsa því hvað þeir ætluðu að gera um helgina og þar var efst á lista að fara í golf eða liggja bara í leti. „Heyrðu.“ Sagði konan eftir einhverja stund. „Þessi náungi þarna sem stjórnar í Blá Lóninu er með eitthvað í kring um átján milljónir í mánaðartekjur.“ Maður hennar leit upp frá tölvuskjánum og neðri hakan hafði sigið töluvert af undrun. Hann sagði ekkert en í gegn um huga hans fluga einhverjar fáránlega hugsanir. Getur það verið að einhver í þessu þjóðfélagi geti verið svo merkilegur að hann hafi margföld árslaun þeirra hjóna til samans á einum mánuði. Hann lét sig síga aftur í stólbakið og var eins og sprungin blaðra að sjá. Þetta var ekki eins og hann hafði hugsað sér þegar hann hætti að vinna. Hann hafði aldrei tekið inn í myndina að því fylgdi þessar fjárhagsáhyggjur. Getur það verið að hægt sé að kalla þetta gott þjóðfélag sem kemur svona fram við fólk sem er búið að vinna frekar erfiða vinnu frá unglingsárum. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, en ég efast um það. Höfundur er fyrrverandi sendibílstjóri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar