Flan og firrur Bjarna Benediktssonar á Hringbraut Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. ágúst 2021 10:01 Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar