Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 13:16 Afgansk fjölskylda við komuna til Washington-borgar í Bandaríkjunum. Þúsundir Afgana hafa þegar flúið land undan yfirvofandi stjórn talibana en mun fleiri sitja eftir með sárt ennið. Vísir/EPA Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22