Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 30. ágúst 2021 07:31 Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 MeToo Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar