Berjaspretta með besta móti víða: „Bara að mæta í móann og byrja að tína“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 20:55 Bláberin eru víða stór og safarík. Vísir/Egill Það er gósentíð í bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð þar sem berjasprettan í ár þykir vera góð. Ein helsta berjatínslukona landsins hvetur landsmenn alla til að drífa sig í berjamó. Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“ Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“
Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira