Sögulegar kosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 7. september 2021 20:00 Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar