Fyrsta blikið: „Þú gætir verið að lýsa mér“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2021 09:20 Sandra Sif Agnarsdóttir fór á blint stefnumót með sjómanninum Kjartani Má í öðrum þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið á Stöð 2. Skjáskot Háskólaneminn og sveitastelpan Sandra Sif var pöruð við sjómanninn og hjartaknúsarann Kjartan Má í öðrum þætti Fyrsta bliksins síðasta föstudagskvöld. Líkt og fyrra par kvöldsins eiga Sandra og Kjartan það sameiginlegt að vera bæði alin upp úti á landi og finnast ansi hreint gaman að lyfta glösum, skála og skemmta sér. Samkvæmt aðstandendum eru bæði Sandra og Kjartan hrókar alls fagnaðar hvert sem þau fara og láta þau fátt stoppa sig þegar kemur að því að vaða í þau verkefni sem liggja fyrir. Hvort sem það er að skipta um dekk eða... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ...hóa öllum vinunum saman og djamma. Kjartan starfar sem sjómaður og í spjalli fyrir stefnumótið segir hann fjarveruna frá vinum og ættingjum það erfiðasta við það að vera á sjónum, þó svo að hann sé hæstánægður með starfið. Hress en svolítið dramatískur Vinur Kjartans, Guðmundur Jensson, lýsir Kjartani sem mjög góðum vini og manneskju sem allir vilja hafa í kringum sig. Hann lýsir Kjartani sem hressum og, eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan, stundum svolítið dramatískum. Klippa: Fyrsta blikið - Þegar vinirnir stela senunni Fyrsta stefnumót Söndru Þegar Sandra og Kjartan hittust á veitingastaðnum Monkeys mátti sjá að þau áttu mjög auðvelt með það að tala saman og virtust hrífast hvort að öðru. Sandra sagðist hafa verið mjög stressuð fyrir stefnumótið þar sem þetta var hennar fyrsta stefnumót og var hún með áhyggjur af því að hún myndi ekki vita hvað hún ætti að tala um. En þær áhyggjur voru óþarfar þar sem Kjartan og Sandra virtust eiga ansi margt sameiginlegt. Klippa: Fyrsta blikið - Þú gætir verið að lýsa mér Þrátt fyrir vel heppnað stefnumót þar sem bæði Sandra og Kjartan virtust njóta sín vel þá hittu örvar amors ekki í mark þetta kvöldið. Sandra og Kjartan eru því bæði einhleyp í dag en segjast samt sem áður hafa verið mjög glöð með stefnumótið og félagsskapinn. Stundum er það bara þetta „eitthvað“ sem vantar, þrátt fyrir að margt smelli, en þá er bara um að gera að halda áfram leitinni, fara á fleiri stefnumót og kynnast fleira fólki. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Bíó og sjónvarp Fyrsta blikið Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú ákveðið að fyrirgefa framhjáhald? Makamál Einhleypan: Útskrifaðist með háði úr leikskóla Makamál 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Líkt og fyrra par kvöldsins eiga Sandra og Kjartan það sameiginlegt að vera bæði alin upp úti á landi og finnast ansi hreint gaman að lyfta glösum, skála og skemmta sér. Samkvæmt aðstandendum eru bæði Sandra og Kjartan hrókar alls fagnaðar hvert sem þau fara og láta þau fátt stoppa sig þegar kemur að því að vaða í þau verkefni sem liggja fyrir. Hvort sem það er að skipta um dekk eða... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ...hóa öllum vinunum saman og djamma. Kjartan starfar sem sjómaður og í spjalli fyrir stefnumótið segir hann fjarveruna frá vinum og ættingjum það erfiðasta við það að vera á sjónum, þó svo að hann sé hæstánægður með starfið. Hress en svolítið dramatískur Vinur Kjartans, Guðmundur Jensson, lýsir Kjartani sem mjög góðum vini og manneskju sem allir vilja hafa í kringum sig. Hann lýsir Kjartani sem hressum og, eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan, stundum svolítið dramatískum. Klippa: Fyrsta blikið - Þegar vinirnir stela senunni Fyrsta stefnumót Söndru Þegar Sandra og Kjartan hittust á veitingastaðnum Monkeys mátti sjá að þau áttu mjög auðvelt með það að tala saman og virtust hrífast hvort að öðru. Sandra sagðist hafa verið mjög stressuð fyrir stefnumótið þar sem þetta var hennar fyrsta stefnumót og var hún með áhyggjur af því að hún myndi ekki vita hvað hún ætti að tala um. En þær áhyggjur voru óþarfar þar sem Kjartan og Sandra virtust eiga ansi margt sameiginlegt. Klippa: Fyrsta blikið - Þú gætir verið að lýsa mér Þrátt fyrir vel heppnað stefnumót þar sem bæði Sandra og Kjartan virtust njóta sín vel þá hittu örvar amors ekki í mark þetta kvöldið. Sandra og Kjartan eru því bæði einhleyp í dag en segjast samt sem áður hafa verið mjög glöð með stefnumótið og félagsskapinn. Stundum er það bara þetta „eitthvað“ sem vantar, þrátt fyrir að margt smelli, en þá er bara um að gera að halda áfram leitinni, fara á fleiri stefnumót og kynnast fleira fólki. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Bíó og sjónvarp Fyrsta blikið Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú ákveðið að fyrirgefa framhjáhald? Makamál Einhleypan: Útskrifaðist með háði úr leikskóla Makamál 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira