Er eldra fólk tímasprengja? Viðar Eggertsson skrifar 8. september 2021 10:30 Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar