Stóreignaskattur er siðlaus og tvöföld heimska! Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. september 2021 19:00 Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skattar og tollar Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar