Handhafi næstelsta heimsmetsins látinn Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2021 13:01 Júrí Sedykh vann meðal annars tvo ólympíumeistaratitla á sínum ferli. Getty/Mike Powell Besti sleggjukastari sögunnar, Úkraínumaðurinn Júrí Sedykh, lést í gær af völdum hjartaáfalls, 66 ára að aldri. Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Sedykh er handhafi næstelsta heimsmetsins í frjálsíþróttum karla. Hann þeytti sleggjunni 86,74 metra 30. ágúst árið 1986. Aðeins heimsmet Austur-Þjóðverjans Jürgen Schult í kringlukasti er eldra og munar aðeins þremur mánuðum. Sedykh vann tvo ólypíumeistaratitla, árin 1976 og 1980, og svo silfurverðlaun á ÓL 1988. Hann tók ekki frekar en aðrir Sovétmenn þátt á leikunum í Los Angeles árið 1984. Þá varð hann heimsmeistari árið 1991 í eina skiptið sem hann keppti á HM. Á meðal þeirra sem minnast Sedykh er stangastökkvarinn og landi hans, Sergei Bubka. Deeply mourn the loss of Yuriy Sedykh...An outstanding two-time Olympic Champion, whose fantastic World record in Hammer Throw (86.74) for 35 years is stll not broken.@worldolympians @WorldAthletics @iocmedia pic.twitter.com/ZBrqW8MeYV— Sergey Bubka (@sergey_bubka) September 14, 2021 Aðeins þrír frjálsíþróttamenn hafa kastað sleggju yfir 86 metra. Auk Sedykh eru það Sergej Litvinov, helsti keppinautur hans í Sovétríkjunum, og Hvít-Rússinn Ivan Tsikhans sem kastaði 86,73 metra árið 2005 en það kast var síðar dæmt ógilt eftir að Tsikhans féll á lyfjaprófi. Eftir ferilinn settist Sedykh að með fjölskyldu sinni í Frakklandi, þar sem hann starfaði meðal annars sem þjálfari. Hann var giftur hinni rússnesku Natalíu Lisovskaia sem er einnig heimsmethafi, í kúluvarpi, en hún setti metið árið 1987 með 22,63 metra kasti. Dóttir þeirra er Alexía sem var einnig efnilegur sleggjukastari en er hætt keppni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Úkraína Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira