Hringrásarhagkerfið og grænir iðngarðar Kristín Linda Árnadóttir og Ríkarður Ríkarðsson skrifa 15. september 2021 13:16 Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Hagnýting orkuauðlinda er grunnurinn að lífsgæðum nútímans. Nauðsynlegar breytingar á komandi árum felast í því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðlaga öll kerfi að nýjum viðmiðum. Þar verða engar greinar undanskildar. Flest fyrirtæki leita nú nýrra leiða til að aðlaga sig að breyttri heimsmynd með því að þróa nýjar og umhverfisvænar lausnir til framleiðslu á vörum eða til veita þjónustu. Iðngreinar heims munu endurskoða framleiðsluhætti sína á næstu árum og áratugum. Í því felast bæði áskoranir en ekki síður tækifæri, enda snýst vegferð okkar að aukinni sjálfbærni ekki bara um boð og bönn heldur einnig um tækifæri til að bæta lífsgæði okkar. Tækifæri til að byggja upp öflug og heilnæm samfélög með gróskumiklu atvinnulífi, góðum störfum og öflugri grænni nýsköpun. Hvernig þjóðir heimsins takast á við þessa áskorun um orkuskipti og aðlögun að sjálfbærni ræður miklu um hvernig samkeppnishæfni þeirra þróast. Erum við tilbúin fyrir græna framleiðslu? Landsvirkjun var stofnuð fyrir 56 árum til að stuðla að hagnýtingu orkuauðlinda landsins. Á þeim tíma höfum við unnið að því að stuðla að fjárfestingu í orkuháðum iðngreinum. Fyrst á sviði stóriðju á meðan innviðir byggðust upp, en á undanförnum árum hefur hópur viðskiptavina orðið fjölbreyttari. Uppbygging og framþróun orkukerfisins og annarra innviða hefur gert Íslandi kleift að hýsa nýjar og fjölbreyttari greinar, svo sem gagnaver, matvælaframleiðslu og líftæknifyrirtæki og fyrirséð er að vetnis- og rafeldsneyti fyrir orkuskipti verði unnið hér í nánustu framtíð. Til að laða hingað framsækin og eftirsóknarverð verkefni á sviði grænna lausna þá þarf að huga að stöðu okkar í alþjóðlegri samkeppni um orkuháð verkefni. Hversu vel erum við í stakk búin til að taka á móti slíkum verkefnum? Slík starfsemi verður ekki byggð upp í umhverfi þar sem skortir innviði og aðra mikilvæga þætti sem styðja við hana. Í nágrannalöndum okkar er hörð samkeppni á milli sveitarfélaga í að hýsa ýmis verkefni. Til að setja þetta í samhengi, þá er ólíklegt að alþjóðlega verslunarkeðjan H&M hefði hafið starfsemi hér á landi ef ekki væru hér innviðir í verslunarhúsnæði og þjónustu. Áratugalöng reynsla Landsvirkjunar hefur sýnt að það getur verið töluvert flóknara og tímafrekara að fá erlend fyrirtæki hingað til lands en til margra þeirra landa sem við miðum okkur við. Grænir iðngarðar Iðnaður sér fram á ýmsar áskoranir á sviði umhverfismála. Ein af þeim lausnum, sem horft er til, eru grænir iðngarðar (e. eco-industrial parks). Þeir byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem skapar tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki til að bæta nýtingu og nýta allt sem til fellur við framleiðslu. Það getur t.d. gerst með samvinnu og samtengingu ólíkra fyrirtækja, með því lágmarka sóun og draga úr óæskilegum áhrifum úrgangs og með því að nýta úrgang einnar framleiðslu sem auðlind í aðra. Forsendur fyrir uppbyggingu græns iðngarðs er skýr langtímasýn í atvinnu- og umhverfismálum, öflugt samstarf ólíkra hagaðila og að sú sýn sé í takt við hugmyndir íbúa svæðisins. Grænir iðngarðar hér á landi gætu byggt á þeim sterka grunni iðnframleiðslu sem fyrir er og verið grundvöllur mikillar verðmætasköpunar og dregið úr sóunn. Þeir gætu bætt mjög getu okkar til að nýta þá orku, innviði og hráefni sem við höfum nú þegar fjárfest í til að skapa ný tækifæri. Þar mætti sem dæmi nefna framleiðslu á innlendu eldsneyti úr útblæstri og bætta nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu. Ef við stefnum á að aðlaga hagkerfi okkar að kröfum morgundagsins en samtímis skapa spennandi störf og auka lífsgæði þá eru grænir iðngarðar tækifæri sem við ættum að skoða með opnum hug. Þessa leið hafa flest samkeppnislönd okkar farið. Grænir iðngarðar á Íslandi eru ein leið til að grípa tækifærin og taka vel á móti framtíðinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ríkarður er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Kristín Linda Árnadóttir Orkumál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Hagnýting orkuauðlinda er grunnurinn að lífsgæðum nútímans. Nauðsynlegar breytingar á komandi árum felast í því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðlaga öll kerfi að nýjum viðmiðum. Þar verða engar greinar undanskildar. Flest fyrirtæki leita nú nýrra leiða til að aðlaga sig að breyttri heimsmynd með því að þróa nýjar og umhverfisvænar lausnir til framleiðslu á vörum eða til veita þjónustu. Iðngreinar heims munu endurskoða framleiðsluhætti sína á næstu árum og áratugum. Í því felast bæði áskoranir en ekki síður tækifæri, enda snýst vegferð okkar að aukinni sjálfbærni ekki bara um boð og bönn heldur einnig um tækifæri til að bæta lífsgæði okkar. Tækifæri til að byggja upp öflug og heilnæm samfélög með gróskumiklu atvinnulífi, góðum störfum og öflugri grænni nýsköpun. Hvernig þjóðir heimsins takast á við þessa áskorun um orkuskipti og aðlögun að sjálfbærni ræður miklu um hvernig samkeppnishæfni þeirra þróast. Erum við tilbúin fyrir græna framleiðslu? Landsvirkjun var stofnuð fyrir 56 árum til að stuðla að hagnýtingu orkuauðlinda landsins. Á þeim tíma höfum við unnið að því að stuðla að fjárfestingu í orkuháðum iðngreinum. Fyrst á sviði stóriðju á meðan innviðir byggðust upp, en á undanförnum árum hefur hópur viðskiptavina orðið fjölbreyttari. Uppbygging og framþróun orkukerfisins og annarra innviða hefur gert Íslandi kleift að hýsa nýjar og fjölbreyttari greinar, svo sem gagnaver, matvælaframleiðslu og líftæknifyrirtæki og fyrirséð er að vetnis- og rafeldsneyti fyrir orkuskipti verði unnið hér í nánustu framtíð. Til að laða hingað framsækin og eftirsóknarverð verkefni á sviði grænna lausna þá þarf að huga að stöðu okkar í alþjóðlegri samkeppni um orkuháð verkefni. Hversu vel erum við í stakk búin til að taka á móti slíkum verkefnum? Slík starfsemi verður ekki byggð upp í umhverfi þar sem skortir innviði og aðra mikilvæga þætti sem styðja við hana. Í nágrannalöndum okkar er hörð samkeppni á milli sveitarfélaga í að hýsa ýmis verkefni. Til að setja þetta í samhengi, þá er ólíklegt að alþjóðlega verslunarkeðjan H&M hefði hafið starfsemi hér á landi ef ekki væru hér innviðir í verslunarhúsnæði og þjónustu. Áratugalöng reynsla Landsvirkjunar hefur sýnt að það getur verið töluvert flóknara og tímafrekara að fá erlend fyrirtæki hingað til lands en til margra þeirra landa sem við miðum okkur við. Grænir iðngarðar Iðnaður sér fram á ýmsar áskoranir á sviði umhverfismála. Ein af þeim lausnum, sem horft er til, eru grænir iðngarðar (e. eco-industrial parks). Þeir byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem skapar tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki til að bæta nýtingu og nýta allt sem til fellur við framleiðslu. Það getur t.d. gerst með samvinnu og samtengingu ólíkra fyrirtækja, með því lágmarka sóun og draga úr óæskilegum áhrifum úrgangs og með því að nýta úrgang einnar framleiðslu sem auðlind í aðra. Forsendur fyrir uppbyggingu græns iðngarðs er skýr langtímasýn í atvinnu- og umhverfismálum, öflugt samstarf ólíkra hagaðila og að sú sýn sé í takt við hugmyndir íbúa svæðisins. Grænir iðngarðar hér á landi gætu byggt á þeim sterka grunni iðnframleiðslu sem fyrir er og verið grundvöllur mikillar verðmætasköpunar og dregið úr sóunn. Þeir gætu bætt mjög getu okkar til að nýta þá orku, innviði og hráefni sem við höfum nú þegar fjárfest í til að skapa ný tækifæri. Þar mætti sem dæmi nefna framleiðslu á innlendu eldsneyti úr útblæstri og bætta nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu. Ef við stefnum á að aðlaga hagkerfi okkar að kröfum morgundagsins en samtímis skapa spennandi störf og auka lífsgæði þá eru grænir iðngarðar tækifæri sem við ættum að skoða með opnum hug. Þessa leið hafa flest samkeppnislönd okkar farið. Grænir iðngarðar á Íslandi eru ein leið til að grípa tækifærin og taka vel á móti framtíðinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ríkarður er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar