„Ákváðum að taka á því allra versta“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 09:00 Þórður Ingason og Kjartan Henry Finnbogason fengu að líta rauða spjaldið eftir að hafa hagað sér verst af mörgum sem fóru yfir strikið í lok leiks í Vesturbænum. Stöð 2 Sport Þorvaldur Árnason dómari viðurkennir að hægt hefði verið að spjalda fleiri leikmenn en þá Kjartan Henry Finnbogason og Þórð Ingason, eftir stimpingarnar undir lok leiks KR og Víkings í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Þorvaldur rak Kjartan af velli og sýndi Þórði, sem var varamarkvörður Víkings, einnig rauða spjaldið, í uppbótartíma leiksins. Ryskingarnar áttu sér stað í aðdraganda þess að Þorvaldur dæmdi svo vítaspyrnu á Víkinga sem Ingvar Jónsson varði og tryggði þar með Víkingi 2-1 sigur og sæti á toppi deildarinnar. Hajrudin Cardaklija, markmannsþjálfari Víkings, fékk einnig rautt spjald þegar leiknum lauk. En fyrir hvað voru rauðu spjöldin? „Þórður Ingason fyrir ofsafengna framkomu. Hann er að hita upp fyrir aftan markið og kemur inn og er í „fighting“, eins og við sjáum. Hann er ekki að hita upp heldur gera eitthvað allt annað, og við verðum að taka á því,“ sagði Þorvaldur í samtali við Rikka G en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Þorvaldur um rauðu spjöldin Þorvaldur tók undir að hægt hefði verið að spjalda fleiri en taldi ekki rétt að gera það: „Þetta er nú svona atvik þar sem maður þarf að velja það versta úr. Þarna hefðum við getað farið í „raðspjöld“ eins og var gert í gamla daga en við ákváðum að taka á því allra versta. Okkar mat var það að Þórður Ingason væri kominn langt út fyrir það sem hann á að gera, og Kjartan Henry hreinlega slær Þórð hnefahöggi,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Við getum pikkað út fullt af mönnum þarna. Þarna eru menn á gulu spjaldi sem tóku þátt í einhverjum „fighting“ og hefðu getað fengið seinna gula. Á þessari stundu í leiknum ákváðum við að taka einn úr hvoru liði og þetta voru þeir verstu.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Þorvaldur rak Kjartan af velli og sýndi Þórði, sem var varamarkvörður Víkings, einnig rauða spjaldið, í uppbótartíma leiksins. Ryskingarnar áttu sér stað í aðdraganda þess að Þorvaldur dæmdi svo vítaspyrnu á Víkinga sem Ingvar Jónsson varði og tryggði þar með Víkingi 2-1 sigur og sæti á toppi deildarinnar. Hajrudin Cardaklija, markmannsþjálfari Víkings, fékk einnig rautt spjald þegar leiknum lauk. En fyrir hvað voru rauðu spjöldin? „Þórður Ingason fyrir ofsafengna framkomu. Hann er að hita upp fyrir aftan markið og kemur inn og er í „fighting“, eins og við sjáum. Hann er ekki að hita upp heldur gera eitthvað allt annað, og við verðum að taka á því,“ sagði Þorvaldur í samtali við Rikka G en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Þorvaldur um rauðu spjöldin Þorvaldur tók undir að hægt hefði verið að spjalda fleiri en taldi ekki rétt að gera það: „Þetta er nú svona atvik þar sem maður þarf að velja það versta úr. Þarna hefðum við getað farið í „raðspjöld“ eins og var gert í gamla daga en við ákváðum að taka á því allra versta. Okkar mat var það að Þórður Ingason væri kominn langt út fyrir það sem hann á að gera, og Kjartan Henry hreinlega slær Þórð hnefahöggi,“ sagði Þorvaldur og bætti við: „Við getum pikkað út fullt af mönnum þarna. Þarna eru menn á gulu spjaldi sem tóku þátt í einhverjum „fighting“ og hefðu getað fengið seinna gula. Á þessari stundu í leiknum ákváðum við að taka einn úr hvoru liði og þetta voru þeir verstu.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Þorvaldur um vítið: Höndin eða vindhviða og það var logn í Vesturbæ Þorvaldur Árnason, dómarinn í miklum hitaleik KR og Víkings á sunnudaginn, mætti í heimsókn til Rikka G og fór yfir stærstu atvikin í leiknum. Vítið sem hann dæmdi á Víkinga í lokin var vegna þess að Kári Árnason handlék boltann. 21. september 2021 07:30
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. 20. september 2021 09:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. 19. september 2021 21:15