Þegar málþófið svæfði lýðræðið Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2021 09:30 Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu. Þegar við upplifum að stjórnvöld neiti að hlusta á okkur þá er samfélagssáttmálinn rofinn. Ef Alþingi ber ekki virðingu fyrir þjóðinni, hvernig á þjóðin þá að bera virðingu fyrir Alþingi? Píratar standa þess vegna með nýju stjórnarskránni og hafa alltaf gert. Innleiðing nýju stjórnarskrárinnar er eitt af forgangsmálunum okkar í komandi kosningum, rétt eins og í öllum kosningum frá stofnun flokksins árið 2012. Hún hefur aldrei verið ásteytingarsteinn í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Píratar hafa tekið þátt í, enda nýtur þjóðarviljinn blessunarlega ennþá stuðnings meðal sumra flokka á Alþingi. Það er full ástæða fyrir því að ferlinu að baki nýju stjórnarskránni hefur verið lýst sem því lýðræðislegasta í sögu stjórnarskrárgerðar. Þjóðfundur skipan stjórnlagaráðs, athugasemdir almennings og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla - þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að niðurstaða vinnunnar yrði lögð „til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.“ Síðan tók Alþingi við frumvarpinu og tók það til ítarlegrar þinglegrar meðferðar, þar sem m.a. var leitað álits Feneyjarnefndarinnar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Nefndin hafði fjölmargar góðar athugasemdir, sem ásamt öðrum umsögnum og ábendingum voru teknar til skoðunar þegar frumvarpið var endurbætt enn frekar veturinn 2012-2013. En í skjóli komandi kosninga og af ótta við afleiðingarnar af málþófi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, stungu valdhafar nýju stjórnarskránni ofan í skúffu í mars það sama ár. Þar hafa síðari valdhafar að mestu reynt að halda henni, þó að við Píratar höfum ítrekað sett lýðræðislegan vilja þjóðarinnar á dagskrá. Meira en bara lýðræðið Píratar hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að stjórnarskráin verði tekin aftur upp úr skúffunni. Þannig lögðum við fram mál á Alþingi árið 2019 sem fól í sér að leggja fram frumvarpið í þeirri mynd sem það var eftir vinnu stjórnlagaráðs, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og álit Feneyjarnefndar. Við tókum upp málið eins og það var skilið eftir í kjölfar 2. umræðu á Alþingi árið 2013, í þeirri von að málinu yrði haldið áfram. Markmiðið var skýrt: Að ljúka þessu ferli svo að íslenska þjóðin fengi loksins þann samfélagssáttmálann sem hún valdi sér sjálf. Þetta snýst þó ekki bara um að virða þjóðarviljann og standa með lýðræðinu. Nýja stjórnarskráin felur í sér margvíslegar umbætur sem myndu raunverulega bæta íslenskt samfélag. Umbætur á umbætur ofan Nýja stjórnarskráin eykur alla mannréttindavernd á Íslandi, eflir og styrkir. Hún stendur mun betur vörð um réttindi borgaranna en gildandi stjórnarskrá. Hún kveður á um réttinn til lífs, rétt til að lifa með mannlegri reisn. Bann við ómannúðlegri meðferð og vernd gegn ofbeldi. Persónufrelsi, friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsið og réttlát málsmeðferð - allt borgararéttindi sem eru betur tryggð í nýju stjórnarskránni. En það er ekki eina. Nýja stjórnarskráin gefur þjóðinni valdið til að grípa inn í þegar stjórnmálamenn misbeita valdi sínu. Þegar þingmenn og ráðherrar ætla að hlaupa af stað í einhverja vegferð í óþökk þjóðarinnar getur þjóðin stoppað þá af með því að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún jafnar atkvæðavægi og býður upp á persónukjör. Nýja stjórnarskráin setur umhverfisvernd í fyrsta sæti. Við fáum sérákvæði um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða. Það er kveðið á um virðingu og vernd náttúrunnar. Hún kveður á um sameiginlega og ævarandi eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Nýja stjórnarskráin afmarkar betur vald stjórnmálamanna, þingmanna og ráðherra. Hún er ekki aðlöguð frá stjórnarskrá sem byggir á því að yfir Íslandi sé konungur. Nýja stjórnarskráin var skrifuð með aðkomu þjóðarinnar, af öllum kynjum. Gamla stjórnarskráin var skrifuð af dönskum körlum fyrir rúmri öld og hefur verið plástruð af og til. Nýja stjórnarskráin tekur mið af aðstæðum nútímans. Er það nema von að við Píratar stöndum með nýju stjórnarskránni og köllum eftir lýðræði - engu kjaftæði? Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar