Vildu frelsa talningarfólk: „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2021 07:01 Patta og Bassa leist ekkert á stemninguna í Laugardalshöll í gær. Þeir Patrekur Jaime og Bassi Maraj fóru á stúfana í fyrrakvöld, þegar spennan vegna Alþingiskosninganna stóð sem hæst. Þeim þótti miður að talningarfólk í Laugardalshöll væri látið geyma símana sína í kassa og kölluðu eftir því að fólkið yrði frelsað sem fyrst. Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum. Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum.
Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira