Ef það væri bara til búnaður til að telja atkvæði með nákvæmum hætti Haukur V. Alfreðsson skrifar 27. september 2021 07:31 Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að endurtelja þurfti hluta atkvæða úr Alþingiskosningnum nú á laugardaginn. Endurtalningin leiddi svo til þess að niðurstöður kosninganna breyttust frá því sem áður hafði verið tilkynnt. Ekki er einungis um leiðinlega stöðu að ræða fyrir þá sem töldu sig vera komna inn á þing, heldur hefur einnig verið gagnrýnt að atkvæðin sem voru endurtalin voru ekki geymd og innsigluð með fullnægjandi hætti. En þarf ferlið virkilega að vera svona brothætt og háð mannlegum mistökum? Stemming á kostnað skilvirkni og nákvæmni Flest allir Íslendingar eru komnir með rafræn skilríki. Við höfum aðgang að sjúkraskrá okkar í gegnum internetið, við fyllum út og sendum inn skattframtöl í gegnum internetið og stundum flest alla bankastarfsemi í gegnum internetið líka. Við virðumst öll treysta tölvum og internetinu fyrir þessum mikilvægu upplýsingum. Svo afhverju notum við ekki tækifærið núna til að læra af reynslunni og færa allar almennar kosningar á rafrænt form? Það mætti útfæra það á tvo vegu. Annars vegar væri einfaldlega heimasíða sem við færum inná og myndum kjósa eftir að hafa skráð okkur inn með rafrænum skilríkjum. Hinsvegar gætum við líka haft kjörstaði áfram en við færum þar í tölvu og myndum haka við það sem við ætlum að kjósa. Eina áhættan hér væri að ef viðkomandi hakar óvart við rangan valkost, en blýanturinn er víst jafn áhættusamur þar. Svo hver eru rökin fyrir því að nútímavæða ekki kosningakerfið? Er það svo að við verðum að hafa handtalningu á atkvæðum til þess að það geti verið stemming fram á nótt í kosningarvökum og það sé möguleigi á að mistökum? Hér á árum áður tók það fleiri klukkutíma að klára uppgjör dagsins í kauphöllum, nú með tölvutækni tekur það örfáar mínútur. Það væri borðleggjandi að nýta okkur sömu tækni. Ekkert skutl með kjörkassa eftir að kjörstöðum líkur. Enginn kostnaður við fjölda fólks að telja atkvæði fram á nótt. Nei bara nákvæmar niðurstöður í beinni svona 15 mín eftir að kjörstöðum lokar. Höfundur vill skilvirkara ríki.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar