Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 12:41 Elísa Gróa Steinþórsdóttir vann Miss Universe Iceland keppnina í sinni fjórðu tilraun. Stöð 2 Vísir Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má horfa á myndbönd af stærstu atriðunum í keppninni sem fram fór í Gamla bíói. Áhugasamir geta líka horft á keppnina í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Keppnin byrjaði á dansatriði þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn kom svo fram á sundfötum. Stelpurnar skiptu svo yfir í síðkjólana sína. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld klæddar í fallega síðkjóla. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Eftir þetta voru úrslitin tilkynnt. Myndband af krýningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísabet Hulda krýnir hér Elísu Gróu.Stöð 2 Vísir Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael. Hér fyrir neðan má horfa á keppnina Miss Universe Iceland 2021 í heild sinni. Miss Universe Iceland Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má horfa á myndbönd af stærstu atriðunum í keppninni sem fram fór í Gamla bíói. Áhugasamir geta líka horft á keppnina í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Keppnin byrjaði á dansatriði þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn kom svo fram á sundfötum. Stelpurnar skiptu svo yfir í síðkjólana sína. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld klæddar í fallega síðkjóla. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Eftir þetta voru úrslitin tilkynnt. Myndband af krýningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísabet Hulda krýnir hér Elísu Gróu.Stöð 2 Vísir Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael. Hér fyrir neðan má horfa á keppnina Miss Universe Iceland 2021 í heild sinni.
Miss Universe Iceland Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira