Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2021 15:02 Skriður féllu aðfaranótt 4. október 2021 við bæinn Þóroddsstaði í Útkinn. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum þar sem segir að samkvæmt mati sérfræðinga Veðurstofunnar hafi verulega dregið úr skriðuhættu á syðra svæði rýmingarinnar í Kinn, ástandið þar sé orðið skaplegt. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á syðra svæðinu sem nær frá og með Ófeigsstöðum og Rangá í norðri að Hrafnsstöðum í suðri. Vatn í hlíðum hefur minnkað mikið síðan á sunnudag þrátt fyrir rigninguna undanfarið Þá hafa engar skriður fallið á þessu svæði í hrinunni og talið er að skriðuhætta sé orðin lítil. Hættustig áfram í gildi Á ytra svæðinu þar sem bæirnir norðan við Ófeigsstaði og Rangá standa í Útkinn hefur ástandið líka lagast. Ekki hefur frést af neinum nýjum skriðuföllum í rúman sólarhring. Lækir eru enn í skriðusárum en þeir hafa minnkað. Skriðuhætta er talin hafa minnkað mikið en þó er ástæða til að fylgjast með stöðunni fram eftir degi áður en rýmingu verður aflétt á nyrðra svæðinu. Hættustig Almannavarna er áfram í gildi á svæðinu. Óvissustigi á Tröllaskaga er hér með aflétt. Vegurinn um Kinn hefur verið opnaður fyrir almennri umferð og stefnir vegagerðin að því að ryðja aur af vegi í Útkinn í dag. Síðdegis verður haldinn stöðufundur með Veðurstofu Íslands og kannað hvort öruggt verði að aflétta rýmingu í Útkinn. Veðurspáin gerir ráð fyrir austanhvassviðri á fimmtudag og þá gæti rignt hressilega, sérstaklega á nyrðra svæðinu. Viðbragðsaðilar munu áfram fylgjast með veðurspánni og taka afstöðu til þess hvaða áhrif hún hefur á skriðuhættu. Þingeyjarsveit Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu. 5. október 2021 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum þar sem segir að samkvæmt mati sérfræðinga Veðurstofunnar hafi verulega dregið úr skriðuhættu á syðra svæði rýmingarinnar í Kinn, ástandið þar sé orðið skaplegt. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á syðra svæðinu sem nær frá og með Ófeigsstöðum og Rangá í norðri að Hrafnsstöðum í suðri. Vatn í hlíðum hefur minnkað mikið síðan á sunnudag þrátt fyrir rigninguna undanfarið Þá hafa engar skriður fallið á þessu svæði í hrinunni og talið er að skriðuhætta sé orðin lítil. Hættustig áfram í gildi Á ytra svæðinu þar sem bæirnir norðan við Ófeigsstaði og Rangá standa í Útkinn hefur ástandið líka lagast. Ekki hefur frést af neinum nýjum skriðuföllum í rúman sólarhring. Lækir eru enn í skriðusárum en þeir hafa minnkað. Skriðuhætta er talin hafa minnkað mikið en þó er ástæða til að fylgjast með stöðunni fram eftir degi áður en rýmingu verður aflétt á nyrðra svæðinu. Hættustig Almannavarna er áfram í gildi á svæðinu. Óvissustigi á Tröllaskaga er hér með aflétt. Vegurinn um Kinn hefur verið opnaður fyrir almennri umferð og stefnir vegagerðin að því að ryðja aur af vegi í Útkinn í dag. Síðdegis verður haldinn stöðufundur með Veðurstofu Íslands og kannað hvort öruggt verði að aflétta rýmingu í Útkinn. Veðurspáin gerir ráð fyrir austanhvassviðri á fimmtudag og þá gæti rignt hressilega, sérstaklega á nyrðra svæðinu. Viðbragðsaðilar munu áfram fylgjast með veðurspánni og taka afstöðu til þess hvaða áhrif hún hefur á skriðuhættu.
Þingeyjarsveit Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu. 5. október 2021 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38
Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu. 5. október 2021 08:46