Íslendingarnir í Lecce fara saman í skóla til að læra ítölskuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 15:29 Þórir Jóhann Helgason í leiknum á móti Þjóðverjum á dögunum. Getty/Alex Grimm Lecce er nýjasta Íslendinganýlendan í fótboltanum en þar spila tveir leikmenn íslenska A-landsliðsins, þeir Þórir Jóhann Helgason og Brynjar Ingi Bjarnason. Þórir Jóhann hitti íslenska blaðamenn á fjarfundi í dag og sagði aðeins frá lífinu á Ítalíu. Hann byrjaði tímabilið með FH en fór til Lecce um mitt sumar. Þórir var síðan kominn í byrjunarliðið á móti Þýskalandi í síðasta landsliðsglugga. „Þetta er allt mjög fljótt að gerast í fótboltanum ef þú stendur þig vel. Ég hafði drauma um að komast út og það rættist,“ sagði Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Hjá mér var þetta mjög fljótt að gerast og þetta gerðist á fimm dögum. Ég var mjög áhugasamur um að komast til Ítalíu og byrja atvinnumannaferil minn þar,“ sagði Þórir. „Þetta eru búnir að vera mjög skemmtilegu þrír mánuðir og við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð. Það er allt farið að rúlla eins og það á að gera,“ sagði Þórir. Hann segist hafa tekið góða ákvörðun með að fara út. „Þetta var mjög gott skref fram á við og ég mjög sáttur við það,“ sagði Þórir. Hann hefur ekki fengið of mikið að spila en er ekkert að örvænta með það. „Ég er nýkominn inn í þetta og það er erfitt að komast í byrjunarliðið því við erum með sterka miðjumenn. Ég hef fengið að byrja þrjá leiki og var að standa mig þar. Ég er þolinmóður og reyni bara að æfa vel,“ sagði Þórir. Þórir fagnar því að vera með Brynjar Inga Bjarnason með sér úti. „Það er mjög gott að hafa einn Íslending með sér og við erum góðir vinir. Við búum saman í íbúð og það er mjög fínt, sérstaklega upp á tungumálið að gera. Við förum saman í skóla til að læra ítölskuna,“ sagði Þórir sem segir að það sé ekkert vesen á þeim. HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ Sjá meira
Þórir Jóhann hitti íslenska blaðamenn á fjarfundi í dag og sagði aðeins frá lífinu á Ítalíu. Hann byrjaði tímabilið með FH en fór til Lecce um mitt sumar. Þórir var síðan kominn í byrjunarliðið á móti Þýskalandi í síðasta landsliðsglugga. „Þetta er allt mjög fljótt að gerast í fótboltanum ef þú stendur þig vel. Ég hafði drauma um að komast út og það rættist,“ sagði Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Hjá mér var þetta mjög fljótt að gerast og þetta gerðist á fimm dögum. Ég var mjög áhugasamur um að komast til Ítalíu og byrja atvinnumannaferil minn þar,“ sagði Þórir. „Þetta eru búnir að vera mjög skemmtilegu þrír mánuðir og við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð. Það er allt farið að rúlla eins og það á að gera,“ sagði Þórir. Hann segist hafa tekið góða ákvörðun með að fara út. „Þetta var mjög gott skref fram á við og ég mjög sáttur við það,“ sagði Þórir. Hann hefur ekki fengið of mikið að spila en er ekkert að örvænta með það. „Ég er nýkominn inn í þetta og það er erfitt að komast í byrjunarliðið því við erum með sterka miðjumenn. Ég hef fengið að byrja þrjá leiki og var að standa mig þar. Ég er þolinmóður og reyni bara að æfa vel,“ sagði Þórir. Þórir fagnar því að vera með Brynjar Inga Bjarnason með sér úti. „Það er mjög gott að hafa einn Íslending með sér og við erum góðir vinir. Við búum saman í íbúð og það er mjög fínt, sérstaklega upp á tungumálið að gera. Við förum saman í skóla til að læra ítölskuna,“ sagði Þórir sem segir að það sé ekkert vesen á þeim.
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ Sjá meira