Kennarinn er sérfræðingur Magnús Þór Jónsson skrifar 7. október 2021 12:00 Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar