Milljarður á 30 sekúndum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir skrifa 16. október 2021 09:31 Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar