Sekta Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut vegna auglýsinga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 19:58 Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð af fjölmiðlanefnd. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd birti undir kvöld nokkrar ákvarðanir þar sem fyrirtæki og fólk var sektað vegna ólögmætra auglýsinga. Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð en nefndin ákvað að sekta ekki forsvarsmenn tveggja hlaðvarpa þar sem lög voru brotin. Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira