Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 10:18 Daníel Jakobsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“ Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“
Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira