Helgi Már: Einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir 29. október 2021 22:33 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR fékk Njarðvík í heimsókn að Meistraravellum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkur-liðið fór vel af stað en fljótlega tók KR yfirhöndina í leiknum, héldu forystunni til loka og lauk leiknum með 91-75 sigri KR. Hjalti Már Magnússon, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn. „Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira
„Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira
Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05