Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 18:31 Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað mikið um vinnurétt í gegn um feril sinn. Hún varði fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar, sem var látinn fara fyrir þremur árum. vísir/einar Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar. Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira