Stjórn Eflingar biður um frið frá fjölmiðlum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. nóvember 2021 19:30 Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn." Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira