Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 10:02 Kóralrifið mikla er eitt líffræðilega fjölbreyttasta svæði á jörðinni. Það er svo stórt að það sést frá geimnum. Vísir/EPA Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes. Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes.
Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira