Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2021 14:15 Svona var útsýnið seinni partinn í gær af tröppunum á Hótel Djúpavík. Eva Sigurbjörnsdóttir Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“ Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“
Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira