Innlit inn í nýafhjúpað Hegningarhús Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 20:22 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var afhjúpað fyrr í vikunni. Það hafði síðasta árið verið hulið vinnupöllum. Vísir/Arnar Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf. Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar
Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira