Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Drew Angerer/Getty Images Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. Um árabil hélt Alex Jones því fram að skotárásin á Sandy Hook skólann hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að mynda pólitískan vilja fyrir hertari vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í árásinni ásamt sex starfsmönnum skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri þangað til í síðasta mánuði. Þá var hann fundinn sekur í öðru álíka máli. Foreldrar barnanna segja ummæli hans hafa valdið þeim gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá hefur hann verið sagður hafa hagnast á umfjöllun sinni um málið. Jones var dæmdur skaðabótaábyrgur gagnvart fjölskyldunum með útivistardómi þar sem hann veitti dóminum ekki þau gögn sem hann var beðinn um. Meðal annars um sönnun á fullyrðingum sínum og fjárhagsskýrslum. Líkt og í dóminum frá því í október hafa bætur ekki verið ákvarðaðar í málinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið verður það gert á næsta ári. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Um árabil hélt Alex Jones því fram að skotárásin á Sandy Hook skólann hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að mynda pólitískan vilja fyrir hertari vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í árásinni ásamt sex starfsmönnum skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri þangað til í síðasta mánuði. Þá var hann fundinn sekur í öðru álíka máli. Foreldrar barnanna segja ummæli hans hafa valdið þeim gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá hefur hann verið sagður hafa hagnast á umfjöllun sinni um málið. Jones var dæmdur skaðabótaábyrgur gagnvart fjölskyldunum með útivistardómi þar sem hann veitti dóminum ekki þau gögn sem hann var beðinn um. Meðal annars um sönnun á fullyrðingum sínum og fjárhagsskýrslum. Líkt og í dóminum frá því í október hafa bætur ekki verið ákvarðaðar í málinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið verður það gert á næsta ári.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50