Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessu háværa ákalli um úrbætur. Vísir/Vilhelm „Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00