Frjálslyndið vaknar í Rangárvallasýslu Bjarki Eiríksson skrifar 18. nóvember 2021 08:00 Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Rangárþing ytra Rangárþing eystra Bjarki Eiríksson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun