Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. Ég hef kært hann til persónuverndar og lögreglu fyrir athæfið. Sigurður Örn Hilmarsson formaður lögmannafélagsins sagði um málið í viðtali: „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum“. Einnig sagði hann „Í öllu falli fæ ég ekki séð að svona lagað eigi erindi á samfélagsmiðlum...“. Þess má geta að þetta var til umfjöllunar í tvígang í fréttum Stöðvar 2 þar sem ég fékk þær upplýsingar persónulega frá fréttastofunni að gögnin úr lögregluskýrslunni minni yrðu blörruð. Ofangreind dæmi benda til þess að hegðun Sigurðar G hafi verið fordæmd af hinum ýmsu aðilum og í grein sem birtist á Vísi kemur meðal annars fram „Margir gagnrýna birtingu gagnanna í viðkvæmu máli á borð við þetta...“. Þann 2. nóvember síðastliðinn birtist aðsendur pistill á Vísi með innihaldi úr lögregluskýrslu þolanda í opnu dómsmáli. Höfundur pistilsins er Jón Baldvin Hannibalsson og greinin hans var birt viku áður en dómur var kveðinn upp og hann sýknaður. Þessi pistill minn er skrifaður í þeim tilgangi að gagnrýna fjölmiðla sem fordæmdu hegðun Sigurðar G en taka síðan þátt í aðför að þolanda í öðru ofbeldismáli með því að birta gögn úr hennar lögregluskýrslu á fréttasíðu sinni. Samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kemur fram að í umfjöllun um viðkvæm málefni skuli „Fréttastofan forðast að birta ... persónugreinanlegar upplýsingar“. Í pistli Jón Baldvins, þar sem hann birtir brot úr lögregluskýrslu Carmenar Jóhannsdóttur, eru persónugreinanlegar upplýsingar um vitni hennar í málinu sem Jón Baldvin nafngreinir svo síðar í pistlinum. Ég geri mér grein fyrir að þessi pistill var ekki skrifaður af blaðamanni en ritstjórnarstefnan hlýtur að eiga við um alla fréttamennsku Vísis og því ættu aðsendar greinar að falla þar undir. Það eru til fyrri dæmi um að gögnum úr sakamálum sé lekið til fjölmiðla og birtist grein eftir hæstaréttarlögfræðing þess efnis í lögmannablaðinu fyrir 16 árum síðan, eða árið 2005. Í greininni er það meðal annars gagnrýnt þegar lögregluskýrslum er lekið í fjölmiðla; „Öllu alvarlegra hlýtur þó að vera þegar upplýsingar úr lögregluskýrslum á rannsóknarstigi máls hafa ratað í fjölmiðla...“. Í byrjun þessa árs birtist frétt um að gögnum úr viðkvæmri rannsókn á starfsemi lögreglufulltrúa hafi verið lekið, þar á meðal persónugreinanlegum upplýsingum um aðra lögreglumenn og yfirmenn innan lögreglunnar úr lögregluskýrslum þeirra. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti í fréttinni að málið væri strax komið til skoðunar hjá embættinu og litið alvarlegum augum. Í tengslum við sama mál greindi Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, frá því að það væri mjög slæmt þegar persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls sé dreift. Vert er að taka fram að þegar þessi leki átti sér stað var búið að taka málið fyrir og hafði lekinn því ekki áhrif á rannsókn málsins. Leki á lögregluskýrslum getur verið mjög skaðlegur fyrir þá sem fyrir því verða og getur haft áhrif á málið sjálft ef það er á rannsóknarstigi. Að leka persónurekjanlegum upplýsingum um brotaþola ofbeldis út frá lögregluskýrslu getur einnig stofnað viðkomandi í lífshættu. Afhverju er það litið alvarlegri augum þegar persónurekjanlegum upplýsingum úr skýrslu lögreglumanna er lekið? Ætlum við sem samfélag bara að leyfa því að gerast að lögregluskýrslum brotaþola í ofbeldismálum sé lekið á internetið og í fjölmiðla án nokkurskonar afleiðinga? Hversu mörgum lögregluskýrslum þolanda ofbeldis þarf að vera lekið áður en gripið verður til einhverskonar aðgerða? Í tilfelli Jóns Baldvins var ekki komin úrlausn í dómsmálinu þegar hann tekur ákvörðun um að leka broti úr lögregluskýrslu Carmenar í fjölmiðla. Þann 14. nóvember síðastliðinn gerði Sigurður G grein fyrir því í viðtali á Bylgjunni að hann hafi ekki enn fengið kærurnar birtar, tveimur mánuðum eftir að þær voru lagðar fram. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Persónuverndar kemur fram að áætlaður afgreiðslutími kvartana sé 9 – 15 mánuðir. Við þekkjum það vel að mál hjá lögregluyfirvöldum taka oft langan tíma en hvernig væri að taka þessi mál hraðar fyrir til að fordæma þessa hegðun? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þolendur ofbeldis njóta ekki verndar hjá lögreglu- og persónuverndaryfirvöldum og af hverju raunin sé sú að auðvelt sé að leka lögregluskýrslum þeirra. Höfundur er meistaranemi í félagsráðgjöf og baráttukona fyrir þolendum ofbeldis og þöggunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. Ég hef kært hann til persónuverndar og lögreglu fyrir athæfið. Sigurður Örn Hilmarsson formaður lögmannafélagsins sagði um málið í viðtali: „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum“. Einnig sagði hann „Í öllu falli fæ ég ekki séð að svona lagað eigi erindi á samfélagsmiðlum...“. Þess má geta að þetta var til umfjöllunar í tvígang í fréttum Stöðvar 2 þar sem ég fékk þær upplýsingar persónulega frá fréttastofunni að gögnin úr lögregluskýrslunni minni yrðu blörruð. Ofangreind dæmi benda til þess að hegðun Sigurðar G hafi verið fordæmd af hinum ýmsu aðilum og í grein sem birtist á Vísi kemur meðal annars fram „Margir gagnrýna birtingu gagnanna í viðkvæmu máli á borð við þetta...“. Þann 2. nóvember síðastliðinn birtist aðsendur pistill á Vísi með innihaldi úr lögregluskýrslu þolanda í opnu dómsmáli. Höfundur pistilsins er Jón Baldvin Hannibalsson og greinin hans var birt viku áður en dómur var kveðinn upp og hann sýknaður. Þessi pistill minn er skrifaður í þeim tilgangi að gagnrýna fjölmiðla sem fordæmdu hegðun Sigurðar G en taka síðan þátt í aðför að þolanda í öðru ofbeldismáli með því að birta gögn úr hennar lögregluskýrslu á fréttasíðu sinni. Samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kemur fram að í umfjöllun um viðkvæm málefni skuli „Fréttastofan forðast að birta ... persónugreinanlegar upplýsingar“. Í pistli Jón Baldvins, þar sem hann birtir brot úr lögregluskýrslu Carmenar Jóhannsdóttur, eru persónugreinanlegar upplýsingar um vitni hennar í málinu sem Jón Baldvin nafngreinir svo síðar í pistlinum. Ég geri mér grein fyrir að þessi pistill var ekki skrifaður af blaðamanni en ritstjórnarstefnan hlýtur að eiga við um alla fréttamennsku Vísis og því ættu aðsendar greinar að falla þar undir. Það eru til fyrri dæmi um að gögnum úr sakamálum sé lekið til fjölmiðla og birtist grein eftir hæstaréttarlögfræðing þess efnis í lögmannablaðinu fyrir 16 árum síðan, eða árið 2005. Í greininni er það meðal annars gagnrýnt þegar lögregluskýrslum er lekið í fjölmiðla; „Öllu alvarlegra hlýtur þó að vera þegar upplýsingar úr lögregluskýrslum á rannsóknarstigi máls hafa ratað í fjölmiðla...“. Í byrjun þessa árs birtist frétt um að gögnum úr viðkvæmri rannsókn á starfsemi lögreglufulltrúa hafi verið lekið, þar á meðal persónugreinanlegum upplýsingum um aðra lögreglumenn og yfirmenn innan lögreglunnar úr lögregluskýrslum þeirra. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti í fréttinni að málið væri strax komið til skoðunar hjá embættinu og litið alvarlegum augum. Í tengslum við sama mál greindi Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, frá því að það væri mjög slæmt þegar persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls sé dreift. Vert er að taka fram að þegar þessi leki átti sér stað var búið að taka málið fyrir og hafði lekinn því ekki áhrif á rannsókn málsins. Leki á lögregluskýrslum getur verið mjög skaðlegur fyrir þá sem fyrir því verða og getur haft áhrif á málið sjálft ef það er á rannsóknarstigi. Að leka persónurekjanlegum upplýsingum um brotaþola ofbeldis út frá lögregluskýrslu getur einnig stofnað viðkomandi í lífshættu. Afhverju er það litið alvarlegri augum þegar persónurekjanlegum upplýsingum úr skýrslu lögreglumanna er lekið? Ætlum við sem samfélag bara að leyfa því að gerast að lögregluskýrslum brotaþola í ofbeldismálum sé lekið á internetið og í fjölmiðla án nokkurskonar afleiðinga? Hversu mörgum lögregluskýrslum þolanda ofbeldis þarf að vera lekið áður en gripið verður til einhverskonar aðgerða? Í tilfelli Jóns Baldvins var ekki komin úrlausn í dómsmálinu þegar hann tekur ákvörðun um að leka broti úr lögregluskýrslu Carmenar í fjölmiðla. Þann 14. nóvember síðastliðinn gerði Sigurður G grein fyrir því í viðtali á Bylgjunni að hann hafi ekki enn fengið kærurnar birtar, tveimur mánuðum eftir að þær voru lagðar fram. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Persónuverndar kemur fram að áætlaður afgreiðslutími kvartana sé 9 – 15 mánuðir. Við þekkjum það vel að mál hjá lögregluyfirvöldum taka oft langan tíma en hvernig væri að taka þessi mál hraðar fyrir til að fordæma þessa hegðun? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þolendur ofbeldis njóta ekki verndar hjá lögreglu- og persónuverndaryfirvöldum og af hverju raunin sé sú að auðvelt sé að leka lögregluskýrslum þeirra. Höfundur er meistaranemi í félagsráðgjöf og baráttukona fyrir þolendum ofbeldis og þöggunar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar