Endurtekið efni um endursendingar á börnum til Grikklands Birna Þórarinsdóttir, Erna Reynisdóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifa 20. nóvember 2021 10:00 Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Kristín S. Hjálmtýsdóttir Hælisleitendur Réttindi barna Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar