„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 08:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hlutfall þeirra sem eru í sóttkví og greinast hafi verið að hækka síðustu daga. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. „Það fór þarna hæst í 130 á föstudaginn en síðan var það um 110 og svo rétt rúmlega 100, eitthvað svoleiðis. Við eigum eftir að gera þetta almennilega upp, en þetta voru alla vega ekki margir og við eigum eftir að sjá fjölda sýna sem voru tekin og hvernig það var,“ segir Þórólfur sem ræddi stöðu faraldursins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem er líka jákvætt í þessu er það að hlutfall þeirra sem [greinast og] eru í sóttkví er að hækka. Það hefur verið 40 til 50 prósent en nú er það komið í 60 prósent, rúmlega. Þannig að ég vona að þetta séu allt saman teikn um að við séum að þokast í rétta átt og ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum. Það eru sumir sem telja að við eigum eftir að ná toppnum en mér sýnist að við séum búin að ná toppnum. Það getur tekið tíma að fara niður. Það þarf samt ekki nema eitt svona hópsmit í skóla eða eitthvað – bara fjörutíu, fimmtíu smit allt í einu – og þá rjúka tölurnar upp aftur.“ En hvað þýðir þetta allt saman… Ertu að segja að jólin geti verið þokkalega eðlileg hjá fólki? „Ég er eiginlega ekkert að spá um jólin, þannig. Ég held að við verðum bara sjá hvernig þróunin verður áfram og ef þetta heldur áfram að mjakast svona hægt og bítandi niður þá tekur það vissulega einhvern tíma til að komast niður í þessu fjörutíu, fimmtíu smit tilfelli, sem við viljum ná þessu niður í. Og ég held að þriðja bólusetningin sé líka að hjálpa okkur, það er ef við náum góðri útbreiðslu þar þá mun það flýta fyrir ferlinu, flýta því að kúrfan fari niður.“ Eilífðarsigling og fáum brimið á okkur úr öllum áttum Sóttvarnalæknir ræddi einnig örvunarbólusetningar sem hófust í upphafi síðustu viku. Var mætingin í kringum 70 prósent af þeim sem voru boðaðir, það er hjá þeim sem höfðu fengið skammt tvö. „Ég var að vonast til að mætingin yrði meiri en ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég veit að það eru margir sem áttu ekki heimagengt og það er hreyfing á þessu, en ég vona að það verði fleiri sem láti sjá sig og mæti því að ég held að eins og staðan er núna þá held ég að þetta sé vonin sem við getum horft á til að takmarka útbreiðslu hér. Ef það er getum við líka farið að slaka á meira, létt á þessum kröfum sem við höfum verið að beita. Auðvitað verður þetta líka að koma í ljós. Þetta er eilífðarsigling og við erum að fá brimið á okkur úr öllum áttum,“ segir í Þórólfur. 22 inniliggjandi Á vef Landspítalans segir að 22 séu nú inniliggjandi þar vegna Covid-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þá segir að þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Það fór þarna hæst í 130 á föstudaginn en síðan var það um 110 og svo rétt rúmlega 100, eitthvað svoleiðis. Við eigum eftir að gera þetta almennilega upp, en þetta voru alla vega ekki margir og við eigum eftir að sjá fjölda sýna sem voru tekin og hvernig það var,“ segir Þórólfur sem ræddi stöðu faraldursins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem er líka jákvætt í þessu er það að hlutfall þeirra sem [greinast og] eru í sóttkví er að hækka. Það hefur verið 40 til 50 prósent en nú er það komið í 60 prósent, rúmlega. Þannig að ég vona að þetta séu allt saman teikn um að við séum að þokast í rétta átt og ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum. Það eru sumir sem telja að við eigum eftir að ná toppnum en mér sýnist að við séum búin að ná toppnum. Það getur tekið tíma að fara niður. Það þarf samt ekki nema eitt svona hópsmit í skóla eða eitthvað – bara fjörutíu, fimmtíu smit allt í einu – og þá rjúka tölurnar upp aftur.“ En hvað þýðir þetta allt saman… Ertu að segja að jólin geti verið þokkalega eðlileg hjá fólki? „Ég er eiginlega ekkert að spá um jólin, þannig. Ég held að við verðum bara sjá hvernig þróunin verður áfram og ef þetta heldur áfram að mjakast svona hægt og bítandi niður þá tekur það vissulega einhvern tíma til að komast niður í þessu fjörutíu, fimmtíu smit tilfelli, sem við viljum ná þessu niður í. Og ég held að þriðja bólusetningin sé líka að hjálpa okkur, það er ef við náum góðri útbreiðslu þar þá mun það flýta fyrir ferlinu, flýta því að kúrfan fari niður.“ Eilífðarsigling og fáum brimið á okkur úr öllum áttum Sóttvarnalæknir ræddi einnig örvunarbólusetningar sem hófust í upphafi síðustu viku. Var mætingin í kringum 70 prósent af þeim sem voru boðaðir, það er hjá þeim sem höfðu fengið skammt tvö. „Ég var að vonast til að mætingin yrði meiri en ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég veit að það eru margir sem áttu ekki heimagengt og það er hreyfing á þessu, en ég vona að það verði fleiri sem láti sjá sig og mæti því að ég held að eins og staðan er núna þá held ég að þetta sé vonin sem við getum horft á til að takmarka útbreiðslu hér. Ef það er getum við líka farið að slaka á meira, létt á þessum kröfum sem við höfum verið að beita. Auðvitað verður þetta líka að koma í ljós. Þetta er eilífðarsigling og við erum að fá brimið á okkur úr öllum áttum,“ segir í Þórólfur. 22 inniliggjandi Á vef Landspítalans segir að 22 séu nú inniliggjandi þar vegna Covid-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þá segir að þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira