Taktu tvær Arnar I. Jónsson og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 29. nóvember 2021 12:31 Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Netöryggi Verslun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn stærsti netverslunardagur ársins þegar stafrænn mánudagur rennur upp með tilheyrandi glæsiboðum fyrir neytendur. Alnetið sefur aldrei og er alltaf opið. Sífellt fleiri nýta sér vefverslanir til þess að gera góð kaup og sér í lagi í aðdraganda jólahátíðarinnar. Heimsfaraldurinn sem ekkert lát virðist vera á hefur flýtt þróun stafrænnar verslunar og má segja að flestir taki nýjungunum fagnandi. Hvimleiður fylgifiskur aukinnar stafrænnar verslunar og þjónustu er fjölgun stafrænna glæpamanna. Umfang og fjölbreytni stafrænna glæpa er mikið og fer vaxandi dag frá degi. Mikill fjöldi Íslendinga fellur fyrir brellibrögðum þeirra á ári hverju og stórum fjárhæðum er tapað í hendur glæpona. Erfitt að koma í veg fyrir alla glæpi Fjármálafyrirtæki, greiðslumiðlunarfyrirtæki, opinberar stofnanir, lögreglan og einkaaðilar eyða miklum tíma og fjármunum í að reyna að koma í veg fyrir stafræna glæpi, hvort sem um er að ræða smávægilegar upphæðir sem stolið er af grunlausum neytendum eða stærri árásir á grunnkerfi og upplýsingar almennings. Það er því miður þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir alla stafræna glæpi því þróunin er mjög hröð hjá þeim sem starfa við svik. Því er í raun eitt mikilvægasta vopnið sem neytendur geta beitt að taka sér smá tíma og láta ekki upplýsingar af hendi sem hægt er að nota til að svíkja af þeim fjármuni. Netglæpamenn birtast yfirleitt ekki í tölvum og tækjum almennings og láta greipar sópa. Það þarf að veita þeim upplýsingar til dæmis um bankareikninga, leyninúmer, kortaupplýsingar eða veita þeim aðgang að tækjum í gegnum sýkt viðhengi. Það er því grundvallaratriði fyrir neytandann að vera á varðbergi þegar hann er beðinn um upplýsingar. Traust er mikilvægt í viðskiptum. Ef svindl fær að grassera getur það dregið úr vilja fólks til að nýta sér stafrænar lausnir. Neytendur vilja netverslun og glæpamenn vilja svindla á neytendum. Því betur sem við erum upplýst um aðferðir stafrænna glæpamanna því minni ávinningur verður af því að herja á landsmenn. Baráttan hefst því heimavið. Stórir verslunardagar fram undan Það er sérstaklega mikilvægt fyrir neytendur núna á stærstu vikum netverslunar að hafa augun opin og ekki gefa frá sér viðkvæmar upplýsingar umhugsunarlaust. Ef þú færð óvænt boð um að þrýsta á tengil og slá inn greiðslukortaupplýsingar þá eru miklar líkur á að um svindl sé að ræða og því brýnt að ganga úr skugga um að réttur aðili sé að falast eftir upplýsingum. Því miður eru glæpamenn færir í sínu fagi og oft getur verið erfitt að greina á milli svindls og réttmætra upplýsingabeiðna.. Til þess að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á þessum glæpamönnum er hægt er að nálgast upplýsingar og ráð m.a. á vefsíðum bankanna, netöryggissveit fjarskiptastofu og lögreglunnar. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja telja að stafrænt öryggi fyrirtækja og neytenda sé eitt mikilvægasta hagsmunamál komandi ára. Samtökin ætla að leggja sitt af mörkum og setja fókusinn á þessi málefni á komandi misserum undir yfirskriftinni Taktu tvær. Mikilvægi þess að upplýsa fyrirtæki og neytendur um aðferðir til að lágmarka hættuna á því að lenda í klónum á stafrænum glæpamönnum hefur aldrei verið meiri. Sem neytandi er mikilvægt að staldra við þegar beiðni um upplýsingar berst. Þá getur reynst vel að taka sér tvær mínútur og kanna málið betur í stað þess að bregðast strax við. Vefverslun er mikil búbót fyrir neytendur en mikilvægt er að vera á verði og taka sér tíma til að hugsa hvort allt sé með felldu. Arnar I. Jónsson er Sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Heiðrún Björk Gísladóttir er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hér er til dæmis hægt að nálgast fróðleik um netsvik: https://netoryggi.is/ https://www.logreglan.is/fraedsla/internetid/netsvindl/ https://www.islandsbanki.is/is/grein/netoryggi https://www.landsbankinn.is/umraedan/netoryggi/hvernig-get-eg-varist-kortasvikum https://www.arionbanki.is/bankinn/fleira/oryggismal/#netsvik
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar