Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 23:42 Nemendur faðmast við minnisvarða við framhaldsskólann þar sem fjórir voru skotnir til bana í gær. AP/Paul Sancya Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Dómari úrskurðaði í dag að Ethan Crumbley, byssumaðurinn, skyldi færður úr fangelsi fyrir ólögráða í fangelsi fyrir fullorðna. Þegar honum voru kynntar ákærurnar í dag lýsti lögmaður hans yfir sakleysi hans. Þau sem dóu í árásinni voru sextán ára drengur og fjórtán og sautján ára stúlkur. Annar drengur, sem var sautján ára, dó svo af sárum sínum í dag. Crumbley hóf skothríð sína í Oxford-framhaldsskólanum í Oakland-sýslu skammt norður af Detroit í gær. Það gerði hann með hálfsjálfvirkri skammbyssu sem faðir hans keypti þann 26. nóvember. Kvöldið áður hafði hann tekið upp myndband af sér tala um að myrða samnemendur sína. Hinn fimmtán ára gamli Ethan Crumbley í dómsal í dag.AP/Paul Sancya AP fréttaveitan hefur eftir Karen McDonald, saksóknara, lögreglan hafi þegar safnað „fjalli“ sönnunargagna sem gefi til kynna að Crumbley hafi skipulagt ódæðið. Á þriðjudaginn, nokkrum klukkustundum fyrir skothríðina, höfðu foreldrar Crumbley verið kallaði á fund skólastjóra skólans vegna hegðunar drengsins sem vakti áhyggjur starfsmanna. Ekki var gefið upp í dómsal í kvöld hverskonar hegðun það var en Crumbley er sagður hafa verið með byssuna á sér í skólanum. Saksóknarar sögðu að Crumbley hefði farið inn á salerni með bakpoka og komið út með skammbyssuna í hendinni. Þá hafi hann skotið á samnemendur sína af handahófi. Hann hleypti af rúmlega þrjátíu skotum og var þar að auki með átján skot til viðbótar þegar hann gafst upp fyrir lögregluþjónum, samkvæmt frétt Washington Post. Verið er að kanna hvort ákæra eigi foreldra Crumbley einnig.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Skaut þrjá samnemendur sína til bana og særði átta Fimmtán ára nemandi í framhaldsskóla í úthverfi Detroit í Bandaríkjunum skaut þrjá til bana og særði átta í skólanum í dag. Drengurinn var handtekinn af lögreglu og var hald lagt á hálfsjálfvirka skammbyssu sem hann notaði við árásina. 30. nóvember 2021 23:43