Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 2. desember 2021 13:01 Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar