Foreldrar byssumannsins í Michigan ákærðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 23:46 Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu, viðurkennir að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga séu ákærðir í málum sem þessum. Scott Olson/Getty Foreldrar hins fimmtán ára Ethans Crumbley, sem er ákærður fyrir að hafa skotið fjóra táninga til bana og sært sjö til viðbótar í skólanum sínum í Oxford í Michigan-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er foreldrunum, James og Jennifer Crumbley, gefið að sök að hafa hundsað viðvörunarmerki í atferli sonar síns í aðdraganda árásarinnar. Yfirvöld í Oakland-sýslu segja leit að foreldrunum nú standa yfir og að handtökuskipun á hendur þeim hafi verið gefin út. Þau eru ákærð í fjórum ákæruliðum hvort. Hafi hundsað augljós hættumerki Karen McDonald, aðalsaksóknarinn í málinu viðurkennir, að óvenjulegt sé að foreldrar sakborninga í málum sem þessum sæti ákæru. Hins vegar sé ýmislegt sem tengi foreldrana við málið. Þannig segja saksóknarar að Ethan hafi verið með föður sínum þegar sá síðarnefndi keypti byssuna sem Ethan notaði við skotárásina. Byssan var keypt aðeins fjórum dögum fyrir árásina. Í kjölfarið birti Ethan mynd af byssunni á samfélagsmiðlum og greindi frá því að byssan væri hans eign. Þá segja saksóknarar að daginn fyrir árásina hafi kennari komið að Ethan þar sem hann leitaði að skotfærum til þess að kaupa á netinu. Það hafi leitt til fundar með skólastjórnendum. Eftir að hafa verið látin vita af málinu hafi móðir Ethans síðan sent honum eftirfarandi smáskilaboð. „Ég er ekki reið við þig. Þú verður að læra að láta ekki ná þér.“ Það hafi síðan verið á þriðjudagsmorgun, sama dag og árásin varð, sem foreldrar Ethans hafi verið kallaðir í skólann á neyðarfund eftir að kennarar fundu miða eftir son þeirra. Á miðanum hafi verið teikningar af byssum og blóði, ásamt frösum á borð við „Hugsanirnar hætta ekki,“ „hjálp,“ og „blóð úti um allt.“ Í kjölfarið hafi skólastjórnendur lagt til að drengurinn myndi leita sér hjálpar fagaðila. Foreldrarnir þvertóku þó fyrir að taka drenginn úr skólanum þann daginn og spurðu hann ekki hvort hann hefði tekið byssuna með sér í skólann. Þá leituðu þau í töskunni hans að byssunni. Brugðust við of seint Saksóknarar segja að klukkan 13:22 sama dag hafi móðir Ethans sent honum smáskilaboðin: „Ethan, ekki gera það.“ Nokkrum mínútum síðar hafi faðir Ethans hringt á lögregluna þegar hann varð þess áskynja að byssan hans, sem hann hafði keypt ásamt syni sínum nokkrum dögum áður, væri horfin. Yfirvöld segja hins vegar að á þeim tímapunkti hafi Ethan þegar komið út af baðherberginu þar sem hann undirbjó árásina og verið byrjaður að skjóta á samnemendur sína. Saksóknarar telja að með ákæru á hendur foreldrunum sé verið að senda skýr skilaboð til foreldra um þá ábyrgð sem þeir bera, sem og skilaboð um ábyrga umgengni við skotvopn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira