Mótmæli í Serbíu vegna Rio Tinto Smári Jökull Jónsson skrifar 5. desember 2021 12:05 Mótmælendur í Serbíu lokuðu götum borgarinnar vegna áforma Rio Tinto Þúsundir mótmælenda lokuðu götum víða um Serbíu í gær vegna stuðnings ráðamanna þjóðarinnar við liþíumvinnslu Rio Tinto í landinu. Í höfuðborginni Belgrad lokuðu mótmælendur stórri hraðbraut og brú sem tengir miðborgina við úthverfin. Sungnir voru mótmælasöngvar og mótmælendur héldu á skiltum þar sem áformum Rio Tinto var mótmælt. Umtalsvert magn af liþíum er að finna í jörðu við bæinn Loznica og hefur Rio Tinto verið að kaupa landsvæði þar í kring en á enn eftir að fá grænt ljós frá yfirvöldum til að hefja námugröft. Forstjóri Rio Sava, dótturfyrirtækis Rio Tinto í Serbíu, segir að fyrirtækið ætli að fjárfesta fyrir 2,4 milljarða dollara í verkefninu en liþíum er meðal annars notað til að framleiða rafgeyma í bíla. Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið á Instagram en hann birti mynd af mótmælunum og skrifaði að hreint loft, vatn og matur væru grundvöllur fyrir góðri heilsu. Án þessara hluta væri allt tal um góða heilsu fáránlegt. „Þeir leyfa erlendum stórfyrirtækjum að gera það sem þau vilja í okkar landi. Allir geta komið og tekið það sem þeir vilja,“ sagði einn mótmælendanna en Aleksander Vucic forseti Serbíu hefur fengið mikla gagnrýni í málinu fyrir að gera fyrirtækinu kleift að eignast land með ólögmætum hætti og hunsa umhverfisáhrif framkvæmdanna. Kosningar fara fram í Serbíu á næsta ári og hafa gagnrýnendur mótmælanna sakað þá um að mótmælin séu tilraun til að grafa undan Vucic í aðdraganda þeirra. Í júlí birtust fréttir um það að Rio Tinto hefði samþykkt að kosta rannsóknir vegna umhverfisáhrifa Panguna námunnar á eyjunni Bougainville en fyrirtækið flúði þaðan árið 1989. Á eyjunni var á sínum tíma ein stærsta gull- og koparnáma í heimi. Serbía Umhverfismál Tengdar fréttir Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Í höfuðborginni Belgrad lokuðu mótmælendur stórri hraðbraut og brú sem tengir miðborgina við úthverfin. Sungnir voru mótmælasöngvar og mótmælendur héldu á skiltum þar sem áformum Rio Tinto var mótmælt. Umtalsvert magn af liþíum er að finna í jörðu við bæinn Loznica og hefur Rio Tinto verið að kaupa landsvæði þar í kring en á enn eftir að fá grænt ljós frá yfirvöldum til að hefja námugröft. Forstjóri Rio Sava, dótturfyrirtækis Rio Tinto í Serbíu, segir að fyrirtækið ætli að fjárfesta fyrir 2,4 milljarða dollara í verkefninu en liþíum er meðal annars notað til að framleiða rafgeyma í bíla. Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið á Instagram en hann birti mynd af mótmælunum og skrifaði að hreint loft, vatn og matur væru grundvöllur fyrir góðri heilsu. Án þessara hluta væri allt tal um góða heilsu fáránlegt. „Þeir leyfa erlendum stórfyrirtækjum að gera það sem þau vilja í okkar landi. Allir geta komið og tekið það sem þeir vilja,“ sagði einn mótmælendanna en Aleksander Vucic forseti Serbíu hefur fengið mikla gagnrýni í málinu fyrir að gera fyrirtækinu kleift að eignast land með ólögmætum hætti og hunsa umhverfisáhrif framkvæmdanna. Kosningar fara fram í Serbíu á næsta ári og hafa gagnrýnendur mótmælanna sakað þá um að mótmælin séu tilraun til að grafa undan Vucic í aðdraganda þeirra. Í júlí birtust fréttir um það að Rio Tinto hefði samþykkt að kosta rannsóknir vegna umhverfisáhrifa Panguna námunnar á eyjunni Bougainville en fyrirtækið flúði þaðan árið 1989. Á eyjunni var á sínum tíma ein stærsta gull- og koparnáma í heimi.
Serbía Umhverfismál Tengdar fréttir Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. 21. júlí 2021 07:50